„Nokkrir harðir hnútar óleystir“

Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari.
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari. mbl.is/Árni Sæberg

Breiðfylking stéttarfélaga og Samtök atvinnulífsins setjast að samningaborði í Karphúsinu klukkan 9 en samningsaðilar hafa fundað stíft síðustu daga.

„Það er búið að leysa úr öllum stærstu málum en það eru nokkrir harðir hnútar sem við erum búin að vita af allan tímann sem eru ennþá óleystir. Hvaða vigt verður í þá lögð og hvort það tekst að finna einhverja millilendingu er óvíst. Það getur alveg brugðið til beggja vona,“ segir Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari við mbl.is.

VR og LÍV áttu stuttan fund með Samtökum atvinnulífsins í gær. Ástráður segir að ekki sé búið að boða nýjan fund. „Við tókum upp þráðinn í gær og fórum yfir stöðuna og ætluðum að sjá til hvernig gengi að eiga við daginn í dag,“ segir Ástráður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert