Fjárkúgun

Tvær konur eru grunaðar um að hafa reynt að kúga fé af forsætisráðherra, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni.

Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Malín

7.12. Hæstiréttur hefur staðfest 12 mánaða fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Malínu Brand fyrir fjárkúgun.  Meira »

Málflutningur í máli Malínar

28.11. Málflutningur í máli Malínar Brand í Hæstarétti hefst klukkan níu en hún áfrýjaði dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í apríl. Malín var þá dæmd í í 12 mánaða fangelsi, þar af 9 mánuði skilorðsbundna, fyrir fjárkúgun. Meira »

Gert að greiða rúmar 10 milljónir

7.4. Fyrir utan tólf mánaða fangelsisdóma, þar af níu mánuði skilorðabundna, voru systurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand dæmdar til þess að greiða samanlagt rúmar 10 milljónir króna með vöxtum í miskabætur og málskostnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Meira »

Malín og Hlín dæmdar sekar

7.4. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í morgun systurnar Hlín Einarsdóttur og Malín Brand í 12 mánaða fangelsi en þær voru ákærðar fyrir fjárkúgun og tilraun til fjárkúgunar með því að hafa reynt að hafa fé af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra, og haft fé af fyrrverandi samstarfsmanni Hlínar. Níu mánuðir eru skilorðsbundnir. Meira »

Ekki fallist á frávísun í máli Hlínar og Malínar

27.1. Héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur féllst ekki á frávísunarkröfu í einum hluta ákærunnar í máli sem héraðssaksóknari höfðaði gegn Hlín Einarsdóttur og Malín Brand. Var um að ræða þann hluta sem byggðist á kæru fyrrverandi samstarfsmanns Hlínar. Meira »

Játa fjárkúgun gegn Sigmundi

14.11.2016 Þingfesting var í dag í fjárkúgunarmáli systranna Hlínar Einarsdóttur og Malínar Brand gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, fyrrverandi forsætisráðherra, annars vegar og hins vegar fyrrverandi samstarfsmanni Hlínar. Meira »

Sendi tvö fjárkúgunarbréf

5.11.2016 Hlín Einarsdóttir sendi tvö bréf þar sem þess var krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, og eiginkona hans, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, greiddu þeim milljónir króna. Meira »

Sextán mánuðir: Enn engin niðurstaða

12.10.2016 Rúmlega 16 mánuðir eru liðnir síðan fjárkúgunarmál gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra, kom upp. Ekki er enn komin niðurstaða hjá héraðssaksóknara um ákæru í málinu. Annað kærumál hefur tafið málið talsvert. Meira »

Beðið rannsóknar lögreglu í systramáli

6.5.2016 Tæplega fimm mánuðir eru síðan fjárkúgunarmál systranna Hlínar Einarsdóttur og Malínar Brand sem tengdist fyrrverandi forsætisráðherra, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, var sent úr rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til héraðssaksóknara. Enn er beðið rannsóknar lögreglu á síðari hluta málsins. Meira »

Fjárkúgunin enn til meðferðar

25.1.2016 Fjárkúgunarmálið er enn til meðferðar hjá embætti héraðssaksóknara en málið, sem snýst um fjárkúgunarbréf sem sent var Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og eiginkonu hans, er eitt þeirra mála sem embættið fékk í sínar hendur um áramótin þegar það tók til starfa. Meira »

Engin ákvörðun tekin um ákæru

25.11.2015 Fjárkúgunarmál sem sneri að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra er nú í skoðun hjá embætti ríkissaksóknara og hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort að ákært verði í málinu. Málið var í rannsókn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í rúma fimm mánuði en það var sent til ríkissaksóknara 9. nóvember síðastliðinn. Meira »

Rannsóknin enn á borði lögreglu

19.10.2015 Rann­sókn lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu á tveim­ur fjár­kúg­un­ar­mál­um er nú á loka­stigi, en annað málið bein­ist að for­sæt­is­ráðherra. Málið hef­ur verið í rann­sókn í tæpa fimm mánuði. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgasvæðinu segist vona að rannsókninni ljúki á næstu dögum. Meira »

Fjárkúgun enn á borði lögreglu

16.9.2015 Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á tveimur fjárkúgunarmálum stendur enn yfir, en annað málið beinist að forsætisráðherra. Tvær konur, sem eru systur, voru handteknar í Hafnarfirði lok maí í tengslum við málið. Ekki liggur fyrir hvenær rannsóknin muni ljúka en hún er langt komin. Meira »

Hótað „óþægilegri fjölmiðlaumfjöllun“

25.6.2015 Í fjárkúgunarbréfinu sem sent var á heimili forsætisráðherra kom fram að fylgst væri með honum og heimili hans. „Það var ekki þægilegt,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í viðtali við DV. Meira »

Pólitísk bellibrögð?

6.6.2015 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist í Facebook-færslu sem hann birti í dag, ekki hefðu trúað því að formaður eins stjórnmálaflokks og þingflokksformaður annars myndu leggjast svo lágt að reyna að nýta sér hótanir í garð ættingja hans í pólitískum tilgangi. Meira »

„Þetta er auðvitað útópískt rugl“

28.11. „Þetta er harmleikur tveggja systra og viðkvæmra sála,“ sagði Björn Þorri Viktorsson, verjandi Malínar Brand, fyrir Hæstarétti í morgun. Malín áfrýjaði dómi Héraðsdóms Reykja­vík­ur frá því í apríl. Malín var þá dæmd í í 12 mánaða fang­elsi, þar af 9 mánuði skil­orðsbundna, fyr­ir fjár­kúg­un. Meira »

Malín búin að áfrýja dóminum

29.5. Malín Brand hefur áfrýjað dómi héraðsdóms Reykjavíkur þar sem hún var dæmd í 12 mánaða fangelsi, þar af 9 mánuði skilorðsbundna, fyrir fjárkúgun til Hæstaréttar. Mál hennar er komið á áfrýjunarskrá Hæstaréttar og staðfestir verjandi hennar að hann hafi áfrýjað hennar hlut málsins. Meira »

Felur í sér „algert taktleysi“

7.4. „Fyrstu viðbrögð mín eru þau að það stuðar mig hversu dómurinn er þungur,“ segir Hólmgeir Elías Flosason, verjandi Malínar Brand sem var í morgun ásamt systur hennar Hlín Einarsdóttur dæmd í 12 mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, vegna fjárkúgunar. Meira »

Aðalmeðferð hafin í máli Hlínar og Malínar

21.3. Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn systrunum Hlín Einarsdóttur og Malín Brand, sem m.a. eru ákærðar fyrir að reyna kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni þáverandi forsætisráðherra, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt eftir klukkan níu í morgun. Meira »

Vildu frávísun í máli systranna

14.12.2016 Verjendur Hlínar Einarsdóttur og Malínar Brand kröfðust þess í dag að fallið yrði frá þeim hluta ákæru gegn þeim sem tengist fjárkúgun vegna meintrar nauðgunar. Verjandi Hlínar fór fram á frávísunina og féll verjandi Malínar frá greinargerðaskilum sínum í samráði við hinn verjandann vegna þessa. Meira »

Meint brot nema allt að 6 ára fangelsi

7.11.2016 Meint brot sem systurnar Malín Brand og Hlín Einarsdóttir eru ákærðar fyrir af embætti héraðssaksóknara í tengslum við tvær fjárkúganir geta leitt til allt að sex ára fangelsis. Þá fer fyrrverandi samstarfsmaður Hlínar einnig fram á einkaréttakröfu upp á 1,7 milljónir í málinu. Meira »

Hlín og Malín ákærðar

3.11.2016 Héraðssaksóknari hefur ákært systurnar Hlín Einarsdóttur og Malín Brand fyrir að hafa í byrjun maí í fyrra reynt að kúga fé af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra, og eiginkonu hans Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur. Meira »

Rannsókn á fjárkúgun lokið

31.5.2016 Fjárkúgunarmál systranna Hlínar Einarsdóttur og Malínar Brand sem tengist fyrrverandi forsætisráðherra, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, og þar sem fyrrverandi samstarfsmaður Hlínar kærði hana fyrir að hafa haft af sér 700 þúsund krónur, eru komin í ákæruferli hjá embætti héraðssaksóknara. Meira »

Bíða enn eftir öðru máli tengdu systrunum

23.2.2016 Embætti héraðssaksóknara er enn með mál er snýr að fjárkúgunarbréfi sem sent var til forsætisráðherra til afgreiðslu. Hins vegar er annað mál tengt sakborningunum enn til rannsóknar hjá lögreglu og er ekki komið inn á borð saksóknara. Meira »

Fjárkúgun komin til héraðssaksóknara

12.1.2016 Fjárkúgunarmál sem beindist að forsætisráðherra er eitt þeirra mála sem var sent embætti héraðssaksóknara til meðferðar um áramótin. Að sögn Ólafs Þórs Haukssonar, héraðssaksóknara er málið í ákæruferli og hefur engin ákvörðun verið tekin. Meira »

Hafa lokið rannsókn á fjárkúgun

4.11.2015 Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fjárkúgunarmáli er sneri að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra er lokið og verður málið sent til ríkissaksóknara fyrir lok vikunnar. Málið hefur verið til rannsóknar í rúma fimm mánuði. Meira »

Rannsókn fjárkúgunar á lokastigi

2.10.2015 Rann­sókn lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu á tveim­ur fjár­kúg­un­ar­mál­um er nú á lokastigi, en annað málið bein­ist að for­sæt­is­ráðherra. Málið hefur verið í rannsókn síðan í lok maí en þá voru tvær kon­ur, sem eru syst­ur, hand­tekn­ar í tengsl­um við málið. Meira »

Rannsókn á fjárkúgunum langt komin

24.8.2015 Rann­sókn á tveimur fjár­kúg­un­ar­málum er langt komin en er enn ólokið. Að sögn Friðriks Smára Björg­vins­son­ar, yf­ir­lög­regluþjóns hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu gengur vel að rannsaka málin en erfitt er að segja til um hvenær rannsókn lýkur Meira »

Rannsókn á fjárkúgunum ólokið

19.6.2015 Rannsókn tveggja fjárkúgunarmála gengur vel að sögn Friðriks Smára Björg­vins­sonar, yf­ir­lög­regluþjóns hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu. Annað málið beindist að forsætisráðherra. Meira »

Óeðlilegt eigi ráðherra fjölmiðil

6.6.2015 „Okkur þingmönnum ber náttúrulega að skrá alla okkar hagsmuni, ef við getum orðað það svo, á ákveðna síðu á alþingisvefnum þar sem okkur ber að gera grein fyrir því ef við eigum í fyrirtækjum eða kaupum í fyrirtækjum eða seljum hlut okkar,“ sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokks, í útvarpsþættinum Vikulokin á Rás 1 í morgun. Meira »