Flugslys í Múlakoti

Flugslys í Múlakoti að kvöldi 9. júní. Fimm voru í vélinni og létust þrír á staðnum, en tveir voru fluttir á sjúkrahús alvarlega slasaðir.

Ljúka skýrslutökum í vikunni

18.6. Lögreglan á Suðurlandi áformar að ljúka skýrslutökum vegna flugslyssins við Múlakot 9. júní síðastliðinn í þessari viku, en skoðun lögreglu á flaki flugvélarinnar sem hrapaði við flugbrautina í Múlakoti er lokið. Meira »

Fyrsta banaslysið í flugi frá 2015

12.6. Flugslysið hörmulega við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð á sunnudagskvöld var fyrsta mannskæða flugslysið sem orðið hefur hér á landi frá árinu 2015 og er sjöunda banaslysið í flugi sem á sér stað á Íslandi frá aldamótum. Meira »

Nöfn þeirra sem létust í slysinu

11.6. Lögreglan á Suðurlandi hefur greint frá nöfnum þeirra þriggja sem létu lífið í flugslysinu við Múlakot í Fljótshlíð á sunnudagskvöld. Meira »

„Þetta er hörmulegt slys“

11.6. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vottar aðstandendum þeirra sem lentu í flugslysi í Fljótshlíð á sunnudaginn dýpstu samúð sína. Hann segir slysið ákaflega sorglegt. Meira »

Hjón og sonur þeirra létust í slysinu

11.6. Þau sem létust í flugslysinu í Fljótshlíð á sunnudagskvöld voru hjón og sonur þeirra. Annar sonur hjónanna og tengdadóttir liggja á spítala eftir slysið. Þetta staðfestir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, við mbl.is. Meira »

Beittu klippum og sverðsög á slysstað

10.6. Aðstæður á slysstað við Múlakot í Fljótshlíð í gærkvöld, þar sem flugvél af gerðinni Piper PA-23 hrapaði með þeim afleiðingum að þrír létust, voru mjög erfiðar, að sögn Leifs Bjarka Björnssonar, slökkviliðsstjóra Rangársþings ytra. Meira »

Æfðu snertilendingar fyrir slysið

10.6. Flugmaður flugvélarinnar sem brotlenti í Múlakoti í gærkvöldi hafði verið að æfa snertilendingar á vellinum áður en slysið varð. Þetta staðfestir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Létust á vettvangi slyssins

10.6. Allir þrír sem létust í flugslysinu í Múlakoti í gær létust á vettvangi slyssins. Tveir voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlum Landhelgisgæslunnar. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, staðfestir að allir í vélinni hafi verið Íslendingar. Meira »

Vettvangsrannsókn lokið í Múlakoti

10.6. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur lokið vettvangsrannsókn vegna flugslyssins sem varð nærri Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi. Rannsóknin stóð yfir í alla nótt, en búið er að koma flaki vélarinnar fyrir á bíl og verður flakið nú flutt í rannsóknarskýli til frekari rannsóknar. Meira »

Þrír látnir eftir flugslys í Múlakoti

10.6. Þrír eru látnir og tveir voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Land­spít­al­ann í Foss­vogi eftir að flugvél skall til jarðar við Múlakot í Fljótshlíð á níunda tímanum í gærkvöld. Meira »

Fimm alvarlega slasaðir eftir flugslys

9.6. Fimm eru alvarlega slasaðir eftir að flugvél brotlenti við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð um klukkan hálfníu í kvöld en eldur var þá laus í vélinni. Fjölmennt lið lögreglu, slökkviliðs og sjúkraflutninga HSU, ásamt tveimur þyrlum Landhelgisgæslunnar, fór á staðinn. Meira »