Hælisleitendur og landamæri Bandaríkjanna

Sex börn látin á landamærunum

í gær Tíu ára gömul stúlka frá El Salvdor lést í haldi bandarískra yfirvalda á landamærum Mexíkó í september en fyrst var greint frá því í dag. Alls hafa því sex börn látist á landamærunum eftir að hafa verið sett í varðhald við að reyna að komst inn í landið á átta mánuðum. Meira »

Þriggja ára grátandi á landamærunum

24.4. Þriggja ára flóttadrengur, einn og yfirgefinn, fannst grátandi á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna skammt frá Rio Grande í Texas í gærmorgun. Meira »

25 létust í bílslysi í Mexíkó

8.3. Að minnsta kosti 25 hælisleitendur frá Mið-Ameríku létust þegar flutningabíll sem þeir voru farþegar í á leið að landamærum Bandaríkjanna, fór út af hraðbrautinni í Suður-Mexíkó í gær. 32 farþegar slösuðust. Meira »

Vilja afnema neyðarástand

27.2. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti við atkvæðagreiðslu í gær að afnema neyðarástandið við landamæri landsins og Mexíkó en öldungadeildin á eftir að greiða atkvæði um tillöguna. Meira »

Átta ára strákur lést á jólanótt

25.12. Átta ára gamall strákur frá Gvatemala sem fór með ólöglegum hætti yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna lést á bandarískri grundu á jólanótt. Samkvæmt yfirlýsingu vegna málsins er ekki vitað nákvæmlega hver dánarorsökin er. Meira »

Hæstiréttur hafnaði tilskipun Trump

21.12. Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í kvöld banni sem Donald Trump Bandaríkjaforseti vill setja til að koma í veg fyrir að flóttafólk sem kemur ólöglega til landsins frá Mið-Ameríku geti sótt um hæli. Meira »

Sjö ára stúlka lést í haldi

14.12. Sjö ára gömul stúlka frá Gvatemala sem fór með ólöglegum hætti yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna lést nokkrum klukkustundum eftir að hún var færð í fangabúðir bandarískra yfirvalda. Meira »

Segir nauðsynlegt að nota táragas

27.11. Forseti Bandaríkjanna réttlætir það að landamæraverðir hafi beitt táragasi á hælisleitendur við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna síðastliðinn sunnudag, þar á meðal börn. Hann segir verðina ekki hafa getað gert neitt annað í stöðunni þegar hópur fólks reyndi að komast yfir landamærin til Bandaríkjanna. Meira »

Fullyrðingar sem stangast á

27.11. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að þrír landamæraverðir séu alvarlega særðir eftir grjótkast hælisleitenda á sunnudag. Þetta gengur þvert á yfirlýsingar yfirmanns landamæraeftirlitsins. Eins segir Trump að einhverjir hafi tekið annarra manna börn til þess að verja sig fyrir táragasi. Meira »

Loka landamærunum í Kaliforníu

25.11. Bandarísk stjórnvöld lokuðu í kvöld San Ysidro-landamærunum í suðurhluta Kaliforníu eftir að hópur hælisleitenda frá Mið-Ameríku reyndi að brjóta sér leið inn í Bandaríkin við landamæri mexíkósku borgarinnar Tijuna. Meira »

Ekkert samkomulag liggi fyrir

25.11. Ekkert samkomulag hefur náðst milli ráðamanna í Mexíkó og Bandaríkjunum um mál hælisleitenda sem bíða á landamærum landanna tveggja eftir því að komast inn í Bandaríkin. Þetta segir Marcelo Ebrard, verðandi utanríkisráðherra Mexíkó, en hann tekur við embættinu í næsta mánuði. Meira »

Hitnar í kolunum við landamærin

23.11. Nokkur hundruð manns frá ríkjum Mið-Ameríku mótmæltu harðlega við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó í gærkvöldi en fólkið er að reyna að komst yfir landamærin til Bandaríkjanna. Meira »

Vilja komast yfir landamærin

22.11. Vaxandi spenna er við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó en nokkur hundruð manns komu í dag að El Chaparral-brúnni sem liggur á landamærum landanna á leiðinni á milli borganna San Diego í Kaliforníu-ríki og Tijuana í Mexíkó. Meira »

Stöðvar tilskipun Trumps tímabundið

20.11. Alríkisdómari hefur stöðvað tímabundið ákvörðun ríkisstjórnar Bandaríkjanna um að synja fólki sem kemur til Bandaríkjanna með ólöglegum hætti um heimild til þess að sækja um hæli í landinu. Meira »

Kílómetrar af gaddavír settir upp

19.11. Bandarískir hermenn vinna nú hörðum höndum að því að koma upp margra kílómetra gaddavírslengjum við landamærin að Mexíkó í tilraun til þess að stöðva för þúsunda hælisleitenda frá löndum Mið-Ameríku. Meira »

„Loksins komin til Tijuana“

15.11. Stór hópur þeirra hælisleitenda sem nú eru á leið í gegnum Mexíkó að landamærum Bandaríkjanna kom til landamæraborgarinar Tijuana í dag. Um 1.500 hælisleitendur eru nú komnir til borgarinnar. „Ég get ekki beðið eftir að sjá landamærin,“ segir Carmen Soto sem kom með börn sín frá Hondúras. Meira »

Komnir að landamærum Bandaríkjanna

14.11. Hundruð íbúa Mið-Ameríkuríkja sem undanfarnar vikur hafa ferðast fótgangandi til Bandaríkjanna eru nú komnir til borgarinnar Tijuana sem er á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Bandarísk yfirvöld unnu í gær að því að koma fyrir gaddavír og öðrum hindrunum við akstursleiðina frá Tijuana til Kaliforníu. Meira »

Komnir fótgangandi til Mexíkóborgar

5.11. „Ég á ekkert eftir af því sem ég tók með mér frá Hondúras,“ segir Kenia Alvarado sem er í hópi þeirra hælisleitenda frá Hondúras sem komnir eru til Mexíkóborgar. „Í gær gekk ég meira að segja berfætt.“ Meira »

Sendi 15.000 hermenn að landamærunum

31.10. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist gera ráð fyrir því að senda allt að 15 þúsund hermenn að landamærum Mexíkó til að stöðva för fólks sem hann segir vera hættulegan hóp hælisleitenda. Meira »

Ekki allir fái ríkisborgarrétt við fæðingu

30.10. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að hann ætli að takmarka réttindi ákveðinna barna sem fæðast í Bandaríkjunum, til að öðlast bandarískan ríkisborgararétt. Reuters-fréttastofan segir Trump með þessu leitast við að auka stuðning við Repúblikanaflokkinn í aðdraganda næstu þingkosninga. Meira »

Hyggst reisa tjaldbúðir „út um allt“

30.10. Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá því í gær að ríkisstjórn hans væri að skipuleggja tjaldbúðir til þess að hýsa þúsundir Mið-Ameríkubúa sem eru á leið í gegnum Mexíkó til landamæra landsins að Bandaríkjunum. Meira »

Þúsundir hermanna sendar að landamærunum

29.10. Þúsundir bandarískra hermanna kunna að vera sendar að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó til að hindra hóp hælisleitenda sem er á leið í gegnum Mexíkó að komast yfir til Bandaríkjanna. Er það mun fjölmennara lið en þeir 800-1.000 hermanna sem hingað til hefur verið talað um. Meira »

Hópur frá El Salvador eltir ameríska drauminn

28.10. Um 300 hælisleitendur frá El Salvador lögðu af stað í dag, fótgangandi, áleiðis að landamærum Gvatemala. Þaðan vonast þeir til að komast í kynni við „ameríska drauminn“ með því að komast áleiðis að landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Meira »

Hælisleitendum boðin aðstoð í Mexíkó

27.10. Stjórnvöld í Mexíkó ætla að bjóða hælisleitendum frá Mið-Ameríku heilbrigðisþjónustu, menntun fyrir börn þeirra og tímabundin störf svo lengi sem þeir ákveða að setjast að í öðru tveggja fylkja í suðurhluta Mexíkó. Meira »

Senda 800 hermenn að landamærunum

25.10. Donald Trump Bandaríkjaforseti undirbýr að senda að minnsta kosti 800 hermenn að suðurlandamærum Bandaríkjanna að Mexíkó. Hermennirnir eiga að koma í veg fyrir að hóp­ur hæl­is­leit­enda, sem er á leið að landa­mær­um Banda­ríkj­anna að Mexí­kó, kom­ist yfir þau. Meira »

Staðráðnir í að komast til Bandaríkjanna

25.10. „Ég sakna heimalands míns. Ég er ekki að gera þetta af því að mig langi,“ segir Delmer Martinez hælisleitandi frá El Salvador sem reynir nú í félagi við þúsund aðra að komast fótgangandi til Bandaríkjanna. Meira »

Trump segir ósatt um fólkið í göngunni

23.10. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fer ekki leynt með það að hann vill uppræta hóp þúsunda Suður-Ameríkubúa, aðallega frá Hondúras, sem stefnir að landamærum Bandaríkjanna í þeirri von að komast inn í landið. Meira »

Mörg þúsund á leið að landamærunum

22.10. Hópur hælisleitenda, sem er á leið að landamærum Bandaríkjanna að Mexíkó í von um að komast yfir þau, telur nú rúmlega 7 þúsund manns. Hópurinn lagði upphaflega af stað frá Hondúras en á leiðinni til Bandaríkjanna hafa fjölmargir bæst í hann. Meira »

Halda göngunni áfram inn í Mexíkó

21.10. Hópur tæplega 3.000 Hondúrasbúa, sem ganga nú frá Hondúras til Bandaríkjanna í leit að betra, lífi hélt ferð sinni áfram í dag, en óeirðalögreglan náði að stöðva för hans í gær yfir landamærin frá Gvatemala til Mexíkó. Meira »

Lögreglu tókst að stöðva för hópsins

20.10. Þúsundir Hondúrasbúa sem ferðast nú þvert yfir Mið-Ameríku í átt til Bandaríkjanna í leit að betra lífi, eru nú fastir við landamæri Mexíkó og Gvatemala eftir að hafa gert tilraun í gær til að komast inn í Mexíkó. Meira »