Sænsk stjórnmál

„Langflottasti gyðingurinn í sturtuklefanum“

31.8. Svíþjóðardemókratar (SD) hafa beðið tvo sveitarstjórnarmenn að yfirgefa flokkinn eftir að upplýst var um að þeir hafi lýst stuðningi við nasisma á netinu og keypt hluti á netinu af samtökum rasista, Nordic Resistance Movement. Meira »

Árás á heimili sænskrar þingkonu

28.10.2017 Sænska lögreglan hefur handtekið mann sem er grunaður um að hafa valdið miklum skaða á heimili þingkonu Svíþjóðardemókrata í lok september. Skömmu áður hafði hún sagt sig úr flokknum í tengslum við kynferðislega áreitni af hálfu flokksfélaga. Meira »

Sendiherra Svía veldur fjaðrafoki

17.10.2017 Nýr sendiherra Svía á Íslandi hefur valdið nokkru fjaðrafoki eftir að hann varaði við því að lýðræði væri smátt og smátt að liðast í sundur í Svíþjóð og tækniveldi eða ofríki að taka völdin. Hann segir að þetta sé ekki rétt haft eftir sér og hann telji alls ekki að Svíþjóð verði einræðisríki. Meira »

„Ásakanirnar fáránleg martröð“

27.9.2017 Blaðafulltrúi Svíþjóðardemókrata greindi frá því í gærkvöldi að þingmaður flokksins, sem er grunaður um kynferðislegt ofbeldi gagnvart þingkonu sama flokks, hafi ákveðið að fara í tímabundið leyfi frá þingstörfum á meðan málið er rannsakað. Þingmaðurinn segir málið „fáránlega martröð“. Meira »

Sjúkar, ágengar eða drukknar

25.9.2017 Þingkona Svíþjóðardemókrata hefur sagt sig úr flokknum vegna þöggunar forsvarsmanna flokksins varðandi kynferðislega áreitni og káf sem hún og fleiri konur innan flokksins hafa þurft að þola. Í innanhússkýrslu eru þær sagðar sjúkar, ágengar eða drukknar. Meira »

Aukið fylgi þrátt fyrir vantraust

10.8.2017 Fylgi þjóðernisflokksins Svíþjóðardemókratar dregst saman um 3,5% í nýrri skoðanakönnun og fellur flokkurinn úr öðru sæti yfir stjórnmálaflokka sem njóta mest fylgis í Svíþjóð í það þriðja. Meira »

Reka rasista úr flokknum

14.1.2017 Tveir sænskir stjórnmálamenn hafa verið reknir úr Sænska demókrataflokknum, sem hefur það meðal annars á stefnuskrá sinni að draga úr komu innflytjenda, fyrir að birta mynd á Facebook af manni með fána sem á stendur: „Camp Auschwitz”. Meira »

Treysta Svíþjóðardemókrötum best

4.1.2017 Svíþjóðardemókratar njóta mests trausts sænskra kjósenda í þremur af átta málaflokkum sem teknir eru fyrir í skoðanakönnun Aftonbladet/Inizio. Meira »

Svíþjóðardemókratar tapa fylgi

19.2.2016 Svíþjóðardemókratar, sem eru mótfallnir komu innflytjenda til landsins, mælast nú með minna fylgi en í síðustu könnun.  Meira »

Fylgi jafnaðarmanna í sögulegu lágmarki

24.1.2016 Fylgi sænskra jafnaðarmanna hefur aldrei mælst jafn lítið og nú eða 23,3% samkvæmt skoðanakönnun Sifo sem birt var í dagblöðunum Svenska Dagbladet og Göteborgs-Posten í dag. Meira »

Svíþjóðardemókratar með 18,9%

17.12.2015 Stjórnarflokkarnir í Svíþjóð njóta ekki stuðnings nema 37,3% kjósenda en Svíþjóðardemókratar eru með 18,9% fylgi. Þetta er niðurstaða nýrrar Ipsos könnunar sem birt er í Dagens Nyheder í dag. Meira »

Svíþjóðardemókratar með 19,9%

2.12.2015 Öfgaflokkurinn Svíþjóðardemókratar hefur aldrei mælst jafn stór í skoðanakönnunum og nú og sækir flokkurinn fylgi sitt einkum til karla. Hann tekur mest fylgi frá hægriflokknum en stjórnarandstaðan nýtur meiri stuðnings í Svíþjóð en ríkisstjórnin. Meira »

Svíþjóðardemókratar stefna í hægristjórn

28.11.2015 Leiðtogi Svíþjóðardemókrata, Jimmie Åkesson, fagnar mjög hertum hælisreglum í Svíþjóð og telur að þetta geti orðið til þess að flokkur hans verði hluti af ríkisstjórn hægriflokka í framtíðinni. Meira »

Flóttafólk hefur áhrif á fylgi flokka

28.8.2015 Vinsældir þjóðernisflokksins Svíþjóðardemókratar aukast jafnt og þétt og samkvæmt nýrri könnun DN/Ipsos er flokkurinn með 17,8% fylgi. Flokkurinn hefur aldrei áður fengið jafn mikinn stuðning í könnun DN/Ipsos sem er birt einu sinni í mánuði. Meira »

Þjóðernishyggja í stað hefðbundinna flokka

25.8.2015 Þjóðernisflokkurinn Svíþjóðardemókratar mælist þriðji stærsti stjórnmálaflokkurinn í Svíþjóð í nýrri könnun sem TV4 birti í dag. Þykir þetta benda til þess að kjósendur eru að yfirgefa hefðbundna stjórnálaflokka og færa sig yfir í þjóðernishyggju. Meira »

Svíþjóðardemókratar reka átta úr flokknum

22.4.2015 Átta félagar í þjóðernisflokknum Svíþjóðardemókratar verða væntanlega reknir úr flokknum, þar á meðal tveir leiðtogar ungliðahreyfingar flokksins. Þetta staðfestir þingflokksformaður flokksins, Mattias Karlsson. Meira »

Leggja fram vantrauststillögu

14.1.2015 Þingmenn Svíþjóðardemókrata hyggst leggja fram vantrauststillögu gagnvart forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven.  Meira »

Komast ekki hjá umræðu um flóttafólkið

31.12.2014 Camilla Sandström, lektor í stjórnmálafræði við Umeå-háskóla, segir að með samkomulagi sex flokka í Svíþjóð hafi verið komið í veg fyrir aukakosningar sem hefðu að miklu leyti snúist um innflytjendamálin. Það þýði samt ekki að þeir komist hjá umræðu um flóttafólk. Meira »

Kosningum afstýrt

27.12.2014 Ríkisstjórn Svíþjóðar heldur velli og hætt hefur verið við fyrirhugaðar auka þingkosningar þann 22. mars. Samkomulag stjórnarflokkanna og borgaraflokkanna í stjórnarandstöðinni hefur fengið heitið „desembersamkomulagið“. Meira »

Ekki kosið í Svíþjóð í mars

27.12.2014 Hætt er við auka þingkosningar í Svíþjóð, samkvæmt heimildum Expressen. Forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven hefur boðað blaðamenn á sinn fund og er hann að hefjast innan skamms. Meira »

Leyniviðræður í Svíþjóð

22.12.2014 Fulltrúar stjórnarflokkana á sænska þinginu og stjórnarandstaðan hafa hist á leynilegum fundum undanfarið og rætt hvernig hægt sé að koma í veg fyrir stjórnarkreppu í landinu. Meira »

Nóg pláss fyrir flóttamenn

8.12.2014 Fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar og fráfarandi formaður hægri flokksins Moderate, Fredrik Reinfeldt, telur að það sé nægt pláss fyrir fleiri flóttamenn á Norðurlöndunum og hann útilokar að flokkurinn fari í samstarf með þjóðernisflokknum Svíþjóðardemókrötum. Meira »

Svíþjóðardemókratar nýfasískur flokkur

6.12.2014 Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir Svíþjóðardemókrata vera nýfasískan stjórnmálaflokk í grein í Dagens nyheter í dag. Meira »

Svíþjóðardemókratar „nýfasískur flokkur“

5.12.2014 Fjármálaráðherrann í fráfarandi ríkisstjórn Svíþjóðar, Magdalena Andersson, gagnrýndi í dag harðlega stjórnmálaflokkinn Svíþjóðardemókrata fyrir að koma í veg fyrir það á dögunum að fjárlagafrumvarp stjórnarinnar næði fram að ganga. Meira »

Iðrast einskis

4.12.2014 Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, segist ekki sjá eftir neinu þrátt fyrir sögulegan ósigur í þingkosningum um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Meira »

Skammlífasta stjórn Svíþjóðar í átta áratugi

4.12.2014 Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, tilkynnti í gær að efnt yrði til þingkosninga 22. mars eftir að þing landsins felldi fjárlagafrumvarp minnihlutastjórnar Jafnaðarmannaflokksins og Umhverfisflokksins. Meira »

Munu kjósa um innflytjendur

3.12.2014 Flokkur Svíþjóðardemókrata vill að fyrirhugaðar þingkosningar í mars verði einskonar þjóðaratkvæðagreiðsla um innflytjendur.  Meira »

Boðað til þingkosninga í Svíþjóð

3.12.2014 Fjárlagafrumvarp sænsku ríkisstjórnarinnar var fellt í atkvæðagreiðslu á sænska þinginu í dag. Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar hefur boðað til nýrra þingkosninga 22. mars. Meira »

Ekkert heilagt í fjárlagafrumvarpinu

3.12.2014 Fjármálaráðherra Svíþjóðar, Per Bolund, segir að ekkert sé heilagt í fjárlagafrumvarpinu og að ríkisstjórn landsins sé reiðubúin til þess að ræða hvern lið þess með tilliti til mögulegra breytinga. Meira »

Sennilega boðað til nýrra kosninga

3.12.2014 Sennilegast er að boðað verði til nýrra kosninga vegna stjórnarkreppunnar í Svíþjóð. Þetta er haft eftir stjórnmálafræðingnum Stig-Björn Ljunggren á fréttavefnum Thelocal.se. Kosningarnar verði líklega í byrjun febrúar að hans mati. Meira »