Nautið: Þú ert að fara inn í ástríðufullt tímabil

Elsku Nautið mitt,

álagið sem er búið að vera í kringum þig getur birst þér í óúskrýrðri þreytu og ástæðan er sú að þú hefur verið að hugsa allt of mikið fram og tilbaka. Þetta er svo sannarlega þinn sterkasti tími á árinu vegna þess að ég segi (eina ferðina enn) að þú átt afmæli og þá er það eins og áramótin í lífi þínu.

Þá skoðarðu vel og vandlega hvað er búið að vera að gerast og skellir hurðinni eins og fast og þú getur á það sem þú vilt ekki draga með þér inn í næstu tólf mánuði.

Þarna er sigurinn vís í svo mörgu, þó að öldurnar hafi verið sterkar og háar í kringum þig, þá er seiglan og krafturinn einkennismerki þitt. Svo láttu þig bara vaða út í það sem þú vilt, lífið er stutt og núna skaltu njóta, því til þess eins ertu fæddur hér á jörðina.

Það er svolítið einkennandi fyrir þig að gefa þig allann í ástina og eitt er víst þú verður ekki oft ástfanginn. Gerðu skýran greinarmun á því hvort ástin sé þarna í raun og veru eða hvort þráhyggjan sé að bíta þig? Þú getur ekki fengið alla til að vera góða í kringum þig, því þá ertu bara að kúga sjálfan þig til þess að gera eða að vera eitthvað sem þú vilt ekki.

Þessi dásamlegi mánuður býður þér upp á þessum sérstaka degi þann 7. maí er fullt tungl í Sporðdreka. Þetta sýnir þér það að þú ert að fara inn í ástríðufullt tímabil og hvert sem þú streymir ástríðunni og ýtir í leiðinni á jákvæðnitakkann sem gefur þér svo heillandi og sexý útgeislun svo allar varnir falla.

Þú gerir litla atburði að stórum, pr´+ofar nýtt og sérð þú ert miklu hæfileikaríkari á margfalt fleiri sviðum en þú bjóst við, þú fyllist bjartsýni og þó þér finnist ekki þú sj+air takmarkið breytist svo margt á örskömmum tíma og gefur þér það sem þú virkilega þráir en ekki endilega það sem þú heldur þú þráir.

Kossar og knús,

Sigga Kling

mbl.is