Fiskurinn: Besti dagur ævi þinnar er núna

Elsku Fiskurinn minn,

þú ert ástríðufullur, hlýr og glæsilegur og líka drepfyndinn og drengilegur. Þú hefur svo dásamlega frásagnargáfu og glæðir allar sögur lífi. Vinahópurinn þinn er litríkur og ólíkur og þú ert ávallt fyrstur til að mæta ef einhver á bágt. Þér er gefinn nægur tími og þú átt að gefa, nota og gleðja tímann þinn en ekki eyða honum.

Besti dagur ævi þinnar er núna, en það er þitt að skapa hann. Þú átt það nefnilega til að skjálfa yfir fortíðinni, kvarta yfir nútíðinni og hræðast framtíðina.

Þú þolir illa gagnrýni og verður alveg úthverfur ef þú fréttir af henni. En þeir sem eru að gagnrýna eru bara að nota lélega aðferð til að hæla sjálfum sér. Svo eina leiðin elsku Fiskurinn minn til að komast hjá gagnrýninni er að segja ekki neitt, gera eða neitt eða að vera ekki neitt.  En það passar engan veginn inn í þinn karakter.

Svo haltu ótrauður áfram eins og fiðrildið sem hefur fallegustu litina. Þú þarft að vera á miklum hraða, annars fer þér að leiðast. Svo taktu að þér eins mörg verkefni að þér og þú mögulega getur, því þú færð nægan tíma til að leysa þau öll.

Endurskipulegðu það sem er að stressa þig, en þú vinnur samt best undir stressi. Þú elskar að elska og átt auðvelt með það og ekki gleyma því að á sviði ástarinnar muntu þroskast mest.

Ekki vera fáskiptinn og kuldalegur ef þú ætlar að næla þér í ástina, notaðu alla þessa rómantík sem býr í þér og þú átt eftir að sjá flugeldasýningu.

Þér mun ganga vel á framabrautinni, en átt að setja meiri kraft í félagslífið (sem er algjörlega bannað). Og það eru mýmargar lausnir til þess að vera í tengingu á þessari tækni og tölvuöld sem við lifum í. Þú hefur svo dáleiðandi aðdráttarafl, þess vegna elskar ástin þig.

Jólaknús, Sigga Kling

Frægir Fiskar:

Ilmur Kristjánsdóttir, leikkona, 19. mars

Páll Óskar, poppstjarna, 16. mars

Elín Metta Jensen, fótboltakona, 1. mars

Rihanna, tónlistarkona, 20. febrúar

Baltasar Kormákur, leikstjóri, 27. febrúar

Albert Einstein, vísindamaður, 14. mars

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál