Fiskurinn: Þú munt rúlla þessum mánuði upp

Elsku Fiskurinn minn,

þú ert að fara inn í svo skemmtilega tíma og það munu engin bönd halda þér föstum. Þú skynjar þá tilfinningu að þú verður sérlega heppinn með orð, húmorinn dansar í kringum þig og þú sérð hversu auðvelt það er þér að fá annað fólk til þess að hlæja. Og þetta eitt smitar sjálfan þig í gleðina. Þú hefur sterka stjórn á tilfinningum og ert staðráðinn í að gera breytingar varðandi líðan þína, líkama og kraft og alltaf má bæta þótt gott sé. Í þessari óhemjulitríku orku þá daðrarðu þig út úr öllum þeim klípum sem á vegi þínum verða, því þú veist hvað þú vilt og þú nærð í það.

Þú átt til dæmis miklu auðveldara en áður með að höndla áhyggjur. En áhyggjur eru nefnilega eins og rugguhestur, þær halda þér á sama stað þótt þú reynir að komast áfram. En núna er tíminn elskan mín til þess að smakka það sem lífið hefur upp á að bjóða. Að prófa að gera það sem þú hefur ekki þorað hingað til og um leið víkka út lífsbókina þína.

Þú átt ekki að fordæma neitt eða neinn sem þýðir náttúrulega að dæma fyrir fram. Hvorki lífsreynslu annarra né álit þeirra sem þú hefur ekki kynnst. Hafðu þína eigin og persónulegu skoðun fyrir sjálfan þig með því að prófa þig áfram. Þú munt þannig leyfa þér jákvæðan skammt af kæruleysi og þótt þú klárir ekki allt strax, þá reddast þetta alltaf á síðustu metrunum.

Ástin verður auðveld, vertu hreinskiptinn og einlægur í þeim málum og segðu bara hvað þú hugsar. Þetta á líka við í sambandi við viðskipti og verkefni að þau munu leysast með þessari aðferð. Maí gefur þér góða einkunn og þú bara skorar og skorar. Ef þú ert í prófum eða þarft að klára verkefni, þá rúllarðu því upp eins og enginn sé morgundagurinn.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál