Sporðdrekinn: Þú munt eiga framúrskarndi sumar

Elsku Sporðdrekinn minn, lífið kemur þér á óvart í upphafi árs. Það er ekki beinlínis hægt að segja að tilveran hafi dekrað við þig síðustu mánuði. Það er bjartsýnin sem ræður ríkjum í þessari óvenjulegu tilveru á hótel Jörð. Þú fyllist af kærleika og þegar það kemur yfir þig þá speglarðu honum yfir allt. Kraftur lífstölunnar fimm er ríkjandi sem leiðir þig í óvenjulegar og betri áttir. Það stendur að upphafið skapi endinn svo að þessi byrjun leiðir þig út árið 2022 þar sem þú kemur sjálfum þér aðallega á óvart. Þar af leiðandi verður þér svo miklu meira sama um vesen eða vandamál sem aðrir byggja í kringum tilvist þína.

Í þínu blessaða merki er enginn meðalmaður. Annaðhvort velur þú að vera ofan á Jörðu eins og sannur Sporðdreki svo að Sólin nái að skína á þig, og þá er enginn flottari. Svo er líka sú týpa til sem vefur sig inn í skel og skríður ofan í jörðina. Þar sem þú ert vatnsmerki hefur þú öll verkfæri og það er þín vinna að skapa tengingar við fólk og Alheiminn og að vinna þig út úr því að standa alveg kyrr eins og vatnið er alltaf á hreyfingu og getur ekki verið öðruvísi.

Það verða mikil umskipti í kringum þig á fyrstu mánuðum ársins, en það er eins og óvenjulegustu hjálparhendur komi og að þér verði veittur stuðningur ef þú réttir út litlafingur. Ef þú ert opinn fyrir ástinni er hún opin fyrir þér og þá sérstaklega þegar Vatnsberinn gengur í garð.

Köld hjörtu verða rauðglóandi með því einu að opna faðminn og að búast við hinu besta. Allt tekur tíma, en þú átt mikið af honum og ræður því hvað þú gerir við hann, það er þinn valkostur.

Vorið og þá sérstaklega maí hjálpar þér til þess að velja þér betri stöðu, hverju sem hún er tengd og þá breytist líf þitt á örskotsstundu með því einu að taka ákvörðun.

Sumarið gefur þér vængi og þá sérstaklega þegar júlí gengur í garð. Júlí og águst eru undirbúningur fyrir veturinn og þótt að sumt verði á síðustu stundi og allt virðist svolítið óvíst lendir þú í lukkupottinum og hreppir hæsta vinning.

Knús og kossar, Sigga Kling

mbl.is