Heitustu pör ársins!

Ástin sveif yfir vötnum á árinu.
Ástin sveif yfir vötnum á árinu.

Ástin blómstraði sem aldrei fyrr 2022. Gömul sambönd runnu sitt skeið á enda og ný ást kviknaði. Sumstaðar var ástin svo sterk að hún gat af sér ávöxt en Snorri Másson fréttamaður og Nadine Guðrún Yaghi eiga von á barni á næsta ári. 

Camilla Rut fann ástina eftir skilnað

Áhrifa­vald­ur­inn Camilla Rut Rún­ars­dótt­ir og Valgeir Gunnlaugsson, eða Valli flatbaka eins og hann er kallaður, byrjuðu saman á árinu. Camilla sem skildi við barnsföður sinn fyrr á árinu nýtur lífsins í örmum Valla sem á og rekur veitingastaðina Íslensku flatbökuna og Indican. 

Camilla Rut Rúnarsdóttir og Valgeir Gunnlaugsson eru að hittast.
Camilla Rut Rúnarsdóttir og Valgeir Gunnlaugsson eru að hittast. Samsett mynd

Nadine og Snorri

Nadine Guðrún Yag­hi, sam­skipta­stjóri flug­fé­lags­ins Play, og Snorri Más­son, fréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgj­unni, voru sjóðheit út um allan heim á árinu 2022. Þau fundu ekki bara ástina á árinu heldur tilkynntu í lok árs að þau ættu von á barni og trúlofuðu sig. 

Snorri Másson og Nadine Guðrún Yaghi eiga von á barni.
Snorri Másson og Nadine Guðrún Yaghi eiga von á barni. Ljósmynd/Samsett

Nadía Sif klófesti körfuboltakappa

Fyr­ir­sæt­an Nadía Sif Lín­dal og breski körfuboltamaðurinn Lucien Chri­stof­is byrjuðu saman á árinu. Parið hefur verið duglegt að njóta lífsins saman og fór meðal annars til Ítalíu í sumar. 

Lucien Christofis og Nadía Sif Líndal eru kærustupar.
Lucien Christofis og Nadía Sif Líndal eru kærustupar. Skjáskot/Instagram

Sumarást hjá Atla og Hönnu Kristínu

Atli Freyr Sæv­ars­son markþjálfi og at­hafnamaður í Þýskalandi og Hanna Krist­ín Skafta­dótt­ir viðskipta­fræðing­ur, doktorsnemi og fag­stjóri viðskipta­greind­ar við Há­skól­ann á Bif­röst féllu fyrir hvort öðru í byrjun sumars. Bæði hafa þau verið á lausu í svo­lít­inn tíma áður en ástareldurinn blossaði. 

Atli Freyr Sævarsson og Hanna Kristín Skaftadóttir.
Atli Freyr Sævarsson og Hanna Kristín Skaftadóttir. Ljósmynd/Facebook

Vilhelm Neto og Tinna Ýr

Leik­ar­inn Vil­helm Neto og Tinna Ýr Jóns­dótt­ir opinberuðu ást sína á árinu. Vil­helm, eða Villi Neto eins og hann er kallaður er þekktur fyrir grínleik og tók þátt í að skrifa Áramótaskaupið í fyrra. Tinna á líka mikill húmoristi og er þetta líklega eitt skemmtilegasta par landsins. 

Tinna Ýr Jónsdóttir og Vilhelm Neto eru saman.
Tinna Ýr Jónsdóttir og Vilhelm Neto eru saman. Skjáskot/Instagram

Blússandi ást hjá Stebba Jak og Kristínu Sif

Einn heit­asti þung­arokk­ari lands­ins, Stefán Jak­obs­son, söngv­ari í Dimmu og Krist­ín Sif Björg­vins­dótt­ir út­varps­stjarna á K100 byrjuðu saman á árinu. Til þess að toppa allt fór Stefán á skeljarnar í lok árs. „Þúsund sinnum segðu já.“

Stefán Jakobsson og Kristín Sif Björgvinsdóttir.
Stefán Jakobsson og Kristín Sif Björgvinsdóttir. Ljósmynd/Instagram

Ástin blómstrar á RÚV

Sunna Val­gerðardótt­ir, fréttamaður, og Guðni Tóm­as­son, dag­skrár­gerðarmaður, fóru að sjást reglulega saman í heitu pottunum í Vesturbæjarlauginni á þessu ári. Parið starfar saman hjá Ríkisútvarpinu, hvort á sinni deild, en Sunna er á frétta­deild og stýrir meðal annars Vikulokunum á meðan Guðni fjallar um menningu á Rás 1. 

Sunna Val­gerðardótt­ir og Guðni Tóm­as­son.
Sunna Val­gerðardótt­ir og Guðni Tóm­as­son. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Helgi Ómars og Pétur Björgvin

Tísku­blogg­ar­inn og áhrifa­vald­ur­inn Helgi Ómars­son og Pét­ur Björg­vin Sveins­son meist­ara­nemi við Há­skól­ann í Reykja­vík byrjuðu saman á árinu. Helgi og Pét­ur fóru meðal ann­ars til Taí­lands sam­an fyrr á þessu ári og Helga langar í stærra bað fyrir nýja manninn í lífinu sínu. 

Íris Tanja og Elín Ey

Tónlistarkonan Elín Eyþórs­dótt­ir og leik­kon­an Íris Tanja Flygenring byrjuðu saman á árinu. Ekki nóg með að hafa fundið ástina og Elín tekið þátt í Eurovision á Ítalíu þá trúlofuðu þær sig í október. Heldur betur gott ár hjá þeim Elínu og Írisi. 

Elín Eysteinsdóttir og Íris Tanja Flygenring.
Elín Eysteinsdóttir og Íris Tanja Flygenring. Skjáskot/Instagram

Alfreð og Hrund

Hand­boltaþjálf­ar­inn Al­freð Gísla­son og Hrund Gunn­steins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Festu, tóku upp fast samband árið 2022. Alfreð og Hrund eru framúrskarandi á sínu sviði. Alfreð er margverðlaunaður handknattleiksþjálfari og Hrund er fram­kvæmda­stjóri Festu – miðstöðvar um sam­fé­lags­ábyrgð. 

Alfreð Gíslason og Hrund Gunnsteinsdóttir.
Alfreð Gíslason og Hrund Gunnsteinsdóttir. Samsett mynd

Ásthildur Bára og Sóley Klara

Ásthild­ur Bára Jens­dótt­ir, rekstrarstjóri Banka­stræti Club, fann ástina á árinu 2022 í örmum Sóleyjar Klöru Davíðsdóttur. Tíu ár eru á milli þeirra en Ásthild­ur er fædd árið 1993 og Sól­ey Klara árið 2003. 

Ásthildur Bára Jensdóttir og Sóley Klara Davíðsdóttir eru nýtt par.
Ásthildur Bára Jensdóttir og Sóley Klara Davíðsdóttir eru nýtt par. Samsett mynd

Berglind á gulu, rauð og grænu ástarskýi

Berglind Guðmundsdóttir giftist sjálfri sér fyrir nokkrum árum en þrátt fyrir ráðhaginn fann Heiðar Gottskálksson lykilinn að hjarta Berglindar á árinu. Parið er afar lukkulegt en Berglind er hjúkrunarfræðingur og vinsæll matarbloggari á Gulur, rauður, grænn og salt en Heiðar rek­ur fyr­ir­tækið HG drátt­ar­bíl­ar.

Berglind Guðmundsdóttir og Heiðar Gottskálksson eru nýtt par.
Berglind Guðmundsdóttir og Heiðar Gottskálksson eru nýtt par.

Fallegasta par ársins

Fegurðardrottningin Hugrún Egilsdóttir fann ástina á árinu í örmum hins breska Jacks Hes­lewood. Kærastinn er einn myndarlegasti maður í heimi og eru engar ýkjur þar á ferð þar sem hann hlaut titilinn Herra alheimur árið 2019. 

Hugrún Egilsdóttir og Jack Heslewood eru nýtt par.
Hugrún Egilsdóttir og Jack Heslewood eru nýtt par. Ljósmynd/Instagram

Páll Magnússon fékk nýjan tengdason

Veit­ingamaður­inn Jón Arn­ar Guðbrands­son og Eiri Páls­dótt­ur byrjuðu saman. Eir starfar sem flug­freyja hjá Icelanda­ir og er dóttir Páls Magnús­son­ar, fyrr­ver­andi fjöl­miðlamanns og nú­ver­andi stjórn­mála­manns. Jón Arn­ar hef­ur verið áber­andi í veit­inga­brans­an­um síðustu ár, hann opnaði ný­lega veit­ingastaðinn Grazie Tratt­oria. 

Eir og Jón Arnar
Eir og Jón Arnar Ljósmynd/instagram

Stefán og Soffía fundu hvort annað! 

Leik­ar­inn og leik­stjór­inn Stefán Jóns­son og Soffía Stein­gríms­dótt­ir hjúkr­un­ar­fræðing­ur eru byrjuð sam­an. Á dög­un­um fór nýja parið í frí til sól­ríku eyj­unn­ar Teneri­fe þar sem þau nutu lífs­ins. 

Stefán og Soffía eru par.
Stefán og Soffía eru par.
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál