Blikarnir eru til alls líklegir

Nichlas Rohde er kominn aftur til Breiðabliks.
Nichlas Rohde er kominn aftur til Breiðabliks. mbl.is/Eggert

Lið Breiðabliks kemur vel undan vetri og sá leikmannahópur sem Blikarnir tefla fram í ár og þeir leikmenn sem hafa bæst í hópinn gera það að verkum að þeir grænu eru til alls líklegir í sumar.

Breiðablik endaði Íslandsmótið í fyrra afar sterkt en Blikarnir náðu öðru sætinu með sigri gegn Stjörnunni í lokaumferðinni sem var úrslitaleikur um dýrmætt Evrópusæti. Þegar fimm umferðir voru eftir af mótinu gátu Blikar enn fallið en endasprettur liðsins var virkilega góður og uppskeran sæt á endanum.

Góður endir á tímabilinu virðist hafa gefið leikmönnum Kópavogsliðsins byr undir báða vængi en liðið hefur sýnt góð tilþrif á undirbúningstímabilinu og verður að teljast líklegt til að blanda sér í toppbaráttuna í sumar. Helsta vandamál Breiðabliksliðsins lengi vel á síðustu leiktíð var markaskorun en á meðan varnarleikurinn efldist kom það ekki svo mikið að sök. Í sumar stefna Blikarnir örugglega á að bæta sóknarleikinn og þeir hafa vel burði til þess með þeim mannskap sem þeir hafa yfir að ráða.

Sterkari og breiðari hópur

Þær breytingar sem átt hafa sér stað á leikmannahópi Breiðabliks í ár eru þess valdandi að Blikarnir tefla fram sterkari og breiðari leikmannahópi heldur en í fyrra. Markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson kemur inn í liðið með mikla reynslu og sigurhefð og með tilkomu hans ætti varnarleikur liðsins að eflast þó svo að hann hafi verið með ágætum á síðustu leiktíð. Ellert Hreinsson og Guðjón Pétur Lýðsson hafa bæst í hópinn og þar eru á ferðinni sterkir leikmenn sem Breiðabliksmenn vænta mikils af.

Sjá nánar ítarlega umfjöllun um lið Breiðabliks í 40 síðna fótboltablaðinu sem fylgdi Morgunblaðinu á föstudaginn. Breiðablik tekur á móti Þór í 1. umferðinni kl. 17.00 á Kópavogsvelli í dag.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »