Þegar fámennið segir til sín

Stemmning var á leik Íslands og Króatíu í gærkvöldi.
Stemmning var á leik Íslands og Króatíu í gærkvöldi. mbl.is/Ómar

Það hefur verið hrikalega gaman að upplifa uppganginn í íslenskum fótbolta síðustu ár. Til er orðið karlalandslið sem á bjarta framtíð fyrir sér – hefur sýnt öllum að það mun geta barist um sæti á stórmótum komandi ára.

Stórmótum í vinsælustu íþróttagrein heims, þar sem byrjunarlið telja 11 manns, þrátt fyrir hið vel þekkta fámenni sem hér er. Erlendum fjölmiðlum finnst auðvitað ótrúlegt að liðið okkar sé ekki bara á sama stalli og Lúxemborg og Liechtenstein, þegar eitthvað á fimmta þúsund karlmanna eldri en 16 ára æfa knattspyrnu hjá félagsliði.

Þetta fámenni hefur samt óneitanlega gert vart við sig í aðdraganda leiksins í gærkvöld. Einn hægri bakvörður í banni og þá er bara enginn slíkur í 23 manna leikmannahópi. Þessi pistill var skrifaður fyrir leikinn í gær, og vonandi stóð hægri bakvörður liðsins undir væntingum, hvort sem sá er miðvörður eða miðjumaður að upplagi. Það breytir því ekki hversu óþægileg, og allt að því vandræðaleg, staða það er að Ísland skuli eiga knattspyrnumenn í fremstu röð víðs vegar á vellinum en sárafáa bakverði.

Sjá viðhorfsgrein Sindra Sverrissonar í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Bloggað um fréttina