Þriggja ára þróun í rétta átt hjá Íslendingum

Josip Pivaric og Andrej Kramaric gegn Janne Saksela í leik …
Josip Pivaric og Andrej Kramaric gegn Janne Saksela í leik Króata og Finna í síðasta mánuði. AFP

„Við vitum hversu góðir Íslendingar eru og höfum séð það, bæði á EM og í síðustu tveimur undankeppnum. Við reiknum með mjög jöfnum og erfiðum leik, en með fullri virðingu fyrir Íslandi þá erum við núna á heimavelli, höfum fulla trú á okkar styrk og ætlum okkur sigur,“ sagði króatíski landsliðsmaðurinn Josip Pivaric, við Morgunblaðið hér í Zagreb í gær.

Pivaric er vinstri bakvörður landsliðsins og Dinamo Zagreb, og verður því svo sannarlega á heimavelli á Maksimir-leikvanginum á morgun kl. 17, þegar Króatía mætir Íslandi í toppslag I-riðils í undankeppni HM í knattspyrnu. Stúkurnar verða hins vegar tómar að þessu sinni vegna áhorfendabanns sem FIFA hefur sett á fyrstu heimaleiki Króata í undankeppninni vegna ítrekaðra óláta stuðningsmanna.

„Við vitum að styrkur Íslendinga felst í því hve liðið spilar agaðan leik, og hve duglegir og fastir fyrir leikmenn liðsins eru. Þeir hafa sýnt að besti maður liðsins er í raun liðið sjálft. Þannig lið getur alltaf refsað manni ef maður sýnir því ekki tilhlýðilega virðingu,“ sagði Pivaric, sem nefndi þó menn eins og Jóhann Berg Guðmundsson, Birki Bjarnason og Birki Má Sævarsson sem hann kæmi til með að þurfa að hafa mestar gætur á.

Nánar er fjallað um landsleik Króatíu og Íslands í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert