„Þeir hafa sannarlega tekið framförum frá því síðast“

Aron Einar Gunnarsson í baráttunni við Luka Modric í kvöld.
Aron Einar Gunnarsson í baráttunni við Luka Modric í kvöld. AFP

„Ég tel að við höfum spilað nokkuð góðan leik miðað við aðstæður. Við skoruðum tvö falleg mörk og áttum skilið að sigra,“ sagði Luka Modric við fjölmiðla eftir 2:0 sigur Króatíu á Íslandi í undankeppni HM í knattspyrnu.

Miðjumaðurinn knái, kom inn á í seinni hálfleik en hann er að koma til baka eftir meiðsli en hann hefur aðeins leikið einn knattspyrnuleik frá því í september. Það var 6. nóvember með Real Madrid.

„Það var kalt á bekknum og við ákváðum báðir að ég ætti að fara inn á. Það var erfitt að horfa á þetta. Það er auðveldara að spila. En það mikilvægasta er það að við fengum þrjú stig á þessum lélega velli,” sagði Modric.

„Við vissum hvernig þeir spila, en þeir hafa svo sannarlega tekið framförum frá því við að spiluðum við þá síðast. Þeir fengu margar hættulegar stöður. En við vorum til allrar hamingju einbeittir og leyfðum þeim ekki að skora,“ sagði Modric. 

mbl.is