Hallbera til liðs við Val

Elín Metta Jensen, Hallbera Guðný Gísladóttir og Mist Edvardsdóttir á ...
Elín Metta Jensen, Hallbera Guðný Gísladóttir og Mist Edvardsdóttir á Hlíðarenda í dag ásamt Berki Edvardssyni og Pétri Péturssyni þjálfara. mbl.is/Ívar Benediktsson

Hallbera Guðný Gísladóttir landsliðskona í knattspyrnu er gengin til liðs við Val og Elín Metta Jensen hefur samið við félagið að nýju eftir að hafa rift samning sínum við það á dögunum.

Hallbera, sem er 31 árs og hefur spilað 90 landsleiki, kemur til Vals frá Djurgården þar sem hún lék í sænsku úrvalsdeildinni á þessu ári. Hún spilaði áður með Val frá 2006 til 2011 og aftur 2014 en síðan með Breiðabliki í tvö ár.

Elín Metta hefur leikið allan sinn feril með Val og varð næstmarkahæst í Pepsi-deildinni í ár með 16 mörk. Hún á 32 landsleiki að baki.

Mist Edvardsdóttir hefur einnig gert nýjan samning við Val en hún missti af síðasta tímabili vegna meiðsla. 

Þessar þrjár sömdu allar við Val til þriggja ára.

mbl.is