Svekkjandi tap gegn Ítalíu

Byrjunarlið Íslands í kvöld.
Byrjunarlið Íslands í kvöld. Ljósmynd/KSÍ

Íslenska U17 ára landsliðið í fótbolta þurfti að sætta sig við svekkjandi 1:0-tap gegn Ítalíu í undankeppni Evrópumótsins í kvöld. 

Fyrirliðinn Andri Lucas Guðjohnsen brenndi af vítaspyrnu á 42. mínútu og bakvörðurinn Fabio Ponsi refsaði á 50. mínútu með sigurmarkinu. 

Ísland tapaði öllum þremur leikjum sínum í riðlinum; gegn Hollandi, Tyrklandi og nú Ítalíu. Holland vann riðilinn með fullt hús stiga. 

Byrjunarlið íslenska liðsins:
Sigurjón Daði Harðarson
Karl Friðleifur Gunnarsson
Teitur Magnússon
Atli Barkarson
Brynjar Snær Pálsson
Jóhann Árni Gunnarsson
Benedikt V. Warén
Sölvi Snær Fodilsson
Arnór Ingi Kristinsson
Kristall Máni Ingason
Andri Lucas Guðjohnsen

mbl.is