Tyrknesk landsliðskona í HK/Víking

HK/Víkingur með bikarinn eftir sigur í 1. deild kvenna í …
HK/Víkingur með bikarinn eftir sigur í 1. deild kvenna í haust. mbl.is/Golli

HK/Víkingur, sem spilar að nýju í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í sumar, hefur samið við tyrknesku landsliðskonuna Fatma Kara og er hún orðin lögleg með liðinu frá og með morgundeginum.

Kara er 26 ára gömul og spilar sem miðjumaður, en hún kemur frá Besiktas í heimalandinu þar sem liðið hafnaði í öðru sæti deildarinnar á nýafstöðnu tímabili. Hún skoraði þá fimm mörk í 17 leikjum. Hún á að baki 31 landsleik fyrir Tyrki.

Þá er albönsk landsliðskona, Kristina Maksuti að nafni, einnig á leið til HK/Víkings en ekki hefur verið formlega gengið frá félagaskiptum fyrir hana.

Fyrsti leikur nýliða HK/Víkings í Pepsi-deildinni á komandi tímabili er á föstudag gegn FH í Kórnum klukkan 19.15.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert