Fylkir á toppinn eftir stórsigur

Kristín Þóra Birgisdóttir skoraði tvö.
Kristín Þóra Birgisdóttir skoraði tvö. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Fylkir fór á toppinn á Inkasso-deild kvenna í fótbolta með 4:1-sigri á ÍA á Fylkisvelli í dag. Marija Radojicic og Kristín Þóra Birgisdóttir komu Fylki í 2:0, áður en Bergdís Fanney Einarsdóttir minnkaði muninn á 35. mínútu. Kristín Þóra skoraði sitt annað mark fimm mínútum síðar og Hanna María Jóhannsdóttir innsiglaði öruggan sigur Fylkis undir lok fyrri hálfleiks.

Á Akureyri unnu Hamrarnir 4:3-sigur á Fjölni í botnslag. Saga Líf Sigurðardóttir og Natalia Gomez komu Hömrunum í 2:0 í fyrri hálfleik en Aníta Björk Bóasdóttir og Sara Montoro jöfnuðu í þeim síðar. 

Karen María Sigurgeirsdóttir og Katla Ósk Rakelardóttir skoruðu hins vegar með tveggja mínútna millibili undir lok leiksins og komu Hömrunum í 4:2, áður en Sara Montoro skoraði sárabótarmark í blálokin. Hamrarnir fór upp í fimm stig og áttunda sæti með sigrinum en Fjölnir er í 9. sæti með þrjú stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert