Þrjú á elleftu stundu í sigri Fjölnis

Almarr Ormarsson og Emil Ásmundsson á Extra-vellinum í kvöld.
Almarr Ormarsson og Emil Ásmundsson á Extra-vellinum í kvöld. mbl.is/Arnþór Birkisson

Lengi vel leit út fyrir sanngjarnt frekar dauft jafntefli þegar Fylkir sótti Fjölni heim í rigningunni í Grafarvoginum í kvöld þegar leikið var í 11. umferð efstu deildar karla í knattspyrnu, Pepsi-deildinni.  Þá dró hinsvegar rækilega til tíðinda og  með þremur mörkum en tvö voru Fjölnismanna, sem tryggðu sér þrjú stig með 2:1 sigri.

Fyrri hálfleikur var að mestu Fylkismanna, sem náðu með 5-3-2 skipulagi góðum tökum á Fjölni  og meðal annars skallaði Albert B. Ingason í slá.   Hinsvegar snerist taflið aðeins við eftir hlé og Fjölnir komst inní leikinn, þó Árbæingar tækju sig á voru Grafarvogsbúar komnir á bragðið.

Það var samt ekki fyrr en á 84. mínútu að Albert kom Fylki í forystu með skallamarki eftir vesen í vörn Fjölnis.  Það dugði ekki til að slá Fjölnismenn útaf laginu og tveimur mínútum síðar stangaði varnarmaðurinn Bergsveinn Ólafsson boltann í mark Fjölnis eftir frábæra sendingu Birnis Snæs Ingasonar.   Það var enn tími fyrir mark og Torfi Tímoteus Gunnarsson skoraði sigurmark Fjölnis á 89. mínútu þegar hann þrumaði í mark Fylkis eftir vandræðagang Fylkis við að koma boltanum frá eftir hornspyrnu.

Með sigrinum færði Fjölnis sig upp um eitt sæti, í það áttunda en Fylkismenn hrundu niður í það tíunda.

Fjölnir 2:1 Fylkir opna loka
90. mín. Birnir Snær Ingason (Fjölnir) fer af velli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert