Sérstakt að vera kominn aftur

Erik Hamrén klappar Kolbeini Sigþórssyni á bakið eftir tapið gegn ...
Erik Hamrén klappar Kolbeini Sigþórssyni á bakið eftir tapið gegn Belgum í gærkvöld. mbl.is/Eggert

Þrátt fyrir 3:0 tap gegn Belgíu í öðrum leik íslenska karlalandsliðsins í Þjóðadeildinni gátu Íslendingar glaðst yfir endurkomu framherjans Kolbeins Sigþórssonar í liðið. Kolbeinn spilaði síðasta landsleik sinn í júlí 2016 er Ísland tapaði 5:2 gegn Frökkum í 8-liða úrslitum á EM. Síðan þá hefur kappinn beðið eftir augnablikinu í gær og segir hann að tilfinningin hafi verið frábær.

„Það var frábær tilfinning að koma inná. Þetta er það sem ég er búinn að bíða eftir í að verða tvö ár. Að komast aftur inn á völlinn með landsliðinu. Þar líður mér best. Fyrir mig er það sérstakt að vera kominn aftur í kringum þetta lið. Það var kannski leiðinlegt að koma inná í þessari stöðu. Það er skemmtilegra að koma inná þegar það gengur betur. En við þurfum nú að koma okkur betur upp úr þessum öldudal,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson við Morgunblaðið eftir leik.

Ítarlega er rætt við Kolbein í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »