Arfaslakur leikur

Ólafur Kristjánsson þjálfari FH.
Ólafur Kristjánsson þjálfari FH. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Ólafur Helgi Kristjánsson þjálfari FH var ekki ánægður með spilamennsku sinna manna í leiknum í dag en FH-ingar sáu á eftir tveimur mikilvægum stigum í baráttu liðsins á móti KR um fjórða sæti deildarinnar sem veitir þátttökurétt í Evrópukeppninni.

„Þetta voru tvö töpuð stig. Okkur var hrósað fyrir frammistöðuna á móti KR þar sem menn töluðu um kraftmikið lið og góðan anda í því. Ég sá þessa hluti hjá mínu liði í dag. Ég tók þann pól í hæðina að tefla fram sama byrjunarliðinu og í leiknum á móti KR og þetta er í fyrsta skiptið í sumar sem ég geri það. Mér fannst því kalli ekki vera svarað nægilega vel. Þetta var arfaslakur leikur og ég fékk fleiri svör í dag en ég hef fengið áður,“ sagði Ólafur við mbl.is eftir leikinn en eftir úrslit dagsins eru FH-ingar í fimmta sætinu, tveimur stigum á eftir KR-ingum.

Steven Lennon og Pétur Viðarsson fengu báðir að líta rauða spjaldið og verða í banni gegn Íslandsmeisturum Vals í næstu umferð.

„Pétur var kominn útaf. Hann var teygja og mótmælti við aðstoðardómarann eftir skot Hjartar í slá og niður. Pétur vildi meina að boltinn hafi farið inn og hann notaði ljótt orðbragð að mati aðstoðardómarans. Ég talaði við Lennon eftir leikinn og hann sagðist hafa sagt; „it's a fucking djoke þegar dómarinn dæmdi brot. Dómarinn kallaði í hann og túlkaði svo að hann hafi sagt; „You are a fucking djoke.“

mbl.is