Leikur Hugins og Völsungs spilaður aftur

Guðmundur Óli Steingrímsson og félagar fara aftur til Seyðisfjarðar.
Guðmundur Óli Steingrímsson og félagar fara aftur til Seyðisfjarðar. Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson

Áfrýjunardómstóll KSÍ úrskurðaði nú síðdegis að viðureign Hugins og Völsungs í 2. deild karla í knattspyrnu sem leikinn var 17. ágúst á Seyðisfirði sé ógildur og verður hann endurtekinn á Seyðisfjarðarvelli.

Völsungur kærði leikinn sem Huginn vann 2:1. Völsung­ar kærðu á þeim for­send­um að leikmaður þeirra sem fékk gult spjald á fyrstu mín­útu í upp­bót­ar­tíma hefði í kjöl­farið verið rek­inn af velli þar sem dóm­ar­inn hefði rang­lega talið að hann hefði fengið gula spjaldið fyrr í leikn­um.

Staðan var 1:1 þegar þetta gerðist en leikn­ar voru sex mín­út­ur í upp­bót­ar­tíma og á þeirri fimmtu skoruðu Hug­ins­menn sig­ur­mark sitt í leikn­um, 2:1, rang­lega manni fleiri að mati Hús­vík­inga. Völsung­ar kröfðust þess í kæru sinni að sex síðustu mín­út­ur leiks­ins yrðu leikn­ar aft­ur en til vara að leik­ur­inn í heild færi fram að nýju. Þeir hafa nú fengið það fram. Úrskurðinn má lesa HÉR.

Mikið hefur gustað um KSÍ vegna málsins og gaf Völsungur frá sér afar harðorða yfirlýsingu á dögunum þar sem félagið sakar KSÍ um að hafa sent sér hótunarbréf og ásakað félagið um lygar. Nánar má lesa um málið í meðfylgjandi fréttum.

mbl.is