Bjarni heldur væntanlega áfram

Bjarni fagnar ásamt félögum sínum. Valsmenn með Íslandsmeistarabikarinn á lofti …
Bjarni fagnar ásamt félögum sínum. Valsmenn með Íslandsmeistarabikarinn á lofti í dag. mbl.is/Eggert

Bakvörðurinn Bjarni Ólafur Eiríksson er kominn á virðulegan aldur á mælikvarða knattspyrnumanna en hefur átt drjúgan þátt í sigri Vals í Pepsí-deildinni síðustu tvö árin. Bjarni segist reikna með því að halda áfram á næsta tímabili. 

„Mín framtíðarplön eru að fagna þessu vel í kvöld. Ætli næsta æfing sé svo ekki bara á mánudaginn,“ sagði Bjarni og hló en bætti við. „Jú jú maður er víst kominn á virðulegan aldur í þessu. Það er rétt. Ég mun anda aðeins núna og sé svo til. Ég á eitt ár eftir að samningnum og stefni á að halda áfram,“ sagði Bjarni Ólafur þegar mbl.is ræddi við hann á Hlíðarenda í dag eftir 4:1 sigurinn á Keflavík. 

„Það er miklu erfiðara að verja titilinn en að vinna hann í fyrra. Margfalt erfiðara að öðru leyti. Það er ótrúlega gaman að ná að sækja þennan titil aftur. Fyrir okkur var ákveðin áskorun að þurfa að halda út í gegnum mótið og hver einasti leikur skipti máli en í fyrra vorum við búnir að tryggja okkur sigurinn þegar nokkrir leikir voru eftir. Mér fannast við gera þetta mjög vel og ég er ótrúlega ánægður með klára dæmið hér á heimavelli með fínum leik á móti Keflavík,“ sagði Bjarni Ólafur ennfremur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert