Smá sjokk að klæðast rauðu

Ásgerður Stefanía Baldursdóttir í leik með Stjörnunni.
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir í leik með Stjörnunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnukonan Ásgerður Stefanía Baldursdóttir segir að það verði skrítin tilfinning að mæta Stjörnunni í úrvalsdeild kvenna næsta sumar en Ásgerður skrifaði undir tveggja ára samning við Val um helgina.

Ásgerður hefur verið fyrirliði Stjörnunnar, undanfarin ár, en hún á að baki 271 leik fyrir Stjörnuna þar sem hún hefur skorað 37 mörk. Hún varð fjórum sinnum Íslandsmeistari með Garðbæingum og þrívegis bikarmeistari en í samtali við Morgunblaðið í gær, viðurkenndi Ásgerður, að uppgangurinn á Hlíðarenda hafi haft mikið að segja þegar hún ákvað að skrifa undir samning við Val.

„Það heillaði mig mikið að vinna með Pétri Péturssyni, þjálfara Vals, og hefðin í Val er mikil. Það er mikill uppgangur í félaginu þessa stundina og þetta er frábær leikmannahópur sem er líklegur til afreka. Mig langar að byrja vinna titla aftur og ég tel að ég eigi góða möguleika á að gera það með Valsliðinu. Við fórum ekki í miklar pælingar um það hvert mitt hlutverk yrði innan liðsins. Hann sagði mér frá hugmyndum sínum og hver stefna félagsins er á næstu árum. Við erum á sömu blaðsíðu þegar kemur að markmiðum og árangri og ég tel að ég muni passa vel inn í hópinn, bæði sem persóna og leikmaður. Pétur telur að ég geti hjálpað liðinu í þeirr baráttu sem framundan er ég er sammála því.“

Valsliðið olli vonbrigðum í sumar en liðið endaði í fjórða sæti deildarinnar með 33 stig. Valsliðið hefur styrkt sig gríðarlega í haust og liggur beinast við að setja stefnuna á að vinna tvöfalt næsta sumar.

Sjá allt viðtalið við Ásgerði í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert