Leiðinlegur hluti af þessari vinnu

Jón Daði Böðvarsson þarf að bíða á hliðarlínunni um sinn …
Jón Daði Böðvarsson þarf að bíða á hliðarlínunni um sinn vegna meiðsla. mbl.is/Eggert

Jón Daði Böðvarsson hefur tjáð sig um ástæður þess að hann er ekki í íslenska landsliðshópnum sem mætir Andorra og Frakklandi í fyrstu leikjunum í undankeppni EM í knattspyrnu.

Selfyssingurinn sendi frá sér eftirfarandi skilaboð á Twitter í dag eftir að landsliðshópurinn var tilkynntur:

Jón Daði hefur átt fast sæti í íslenska landsliðshópnum síðan hann sló í gegn í sínum fyrsta mótsleik og skoraði í 3:0-sigri á Tyrkjum í september 2014. Hann hóf yfirstandandi leiktíð af krafti með liði sínu Reading á Englandi og skoraði sjö mörk en hefur síðan verið afar óheppinn með meiðsli. Hann kom við sögu í þremur leikjum í febrúar en alltaf sem varamaður og lék síðast 16. febrúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert