Trúin flytur fjöll og bláa hafið til Evrópu

Erik Hamrén og Freyr Alexandersson
Erik Hamrén og Freyr Alexandersson mbl.is/Kristinn Magnússon

Rétt eins og Martin Luther King og Súkkat þá á ég mér draum. Það er gott að láta sig dreyma og draumurinn getur svo orðið að markmiði sem sífellt raungerist ef allt gengur að óskum.

Það muna allir Íslendingar hvernig fyrsta EM-ævintýri íslenska karlalandsliðsins í fótbolta var og ekki er liðið ár síðan liðið var eitt af 32 landsliðum á HM í Rússlandi. Nú dreymir mig um að sumarið 2020 flæði „bláa hafið“ á ný um Evrópu og að gullkynslóð íslenskrar knattspyrnu geri sig enn á ný gildandi í keppni hinna bestu á stórmóti.

Það hefur komið skýrt fram í máli þjálfara og leikmanna landsliðsins að allir ætla sér að komast á EM. Að verða annað tveggja liða í okkar undanriðli sem tryggir sér þátttökurétt þar. Til þess þarf Ísland að slá við fjórum þessara liða; Frakklandi, Tyrklandi, Albaníu, Moldóvu og Andorra, og það verður mjög erfitt.

Ég er ánægður með að sjá að Erik Hamrén landsliðsþjálfari hefur undanfarið ekki talað um annað en að Ísland ætli sér sigur í öllum leikjum. Vonandi heldur hann þannig áfram. Maðurinn í brúnni þarf öðrum fremur að trúa því fullum fetum að EM-draumurinn rætist og að Ísland geti unnið hvaða andstæðing sem er. Mér fannst það taktlaust og undarlegt að heyra Hamrén hamra á því í fyrrahaust að það væri „raunsætt að tapa fyrstu fimm leikjunum“ sem hann stýrði liðinu í. Vissulega voru þeir leikir við Belgíu, Frakkland og Sviss, en þá er bara engin ástæða til að tala um hvað sé líklegt og hvað ekki.

Pistilinn í heild sinni er að finna í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert