Mörkin í fyrsta leik Blika í Bosníu (myndskeið)

Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu 4:1-sigur á liði ASA Tel Aviv, meistaraliðinu frá Ísrael, í fyrsta leik sínum í undanriðli Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu á miðvikudag, en leikið er í Bosníu.

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá mörkin úr leiknum. Agla María Albertsdóttir skoraði tvö og þær Alexandra Jóhannsdóttir og Hildur Þóra Hákonardóttir eitt, áður en ísraelska liðið minnkaði muninn.

Næsti leikur Blika er gegn Dragon frá Norður-Makedóníu og hefst klukkan 09 að íslenskum tíma í fyrramálið, en leikurinn verður í beinni textalýsingu mbl.is frá Sarajevó.

Byrjunarlið Breiðabliks í fyrsta leik Sarajevó á miðvikudag.
Byrjunarlið Breiðabliks í fyrsta leik Sarajevó á miðvikudag. Ljósmynd/Ingibjörg Auður
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka