Löngu kominn tími á titil í Fossvoginn

Halldór Smári Sigurðsson hefur aldrei unnið titil með uppeldisfélagi sínu …
Halldór Smári Sigurðsson hefur aldrei unnið titil með uppeldisfélagi sínu Víkingi. mbl.is/Eyþór Árnason

Undanúrslit í bikarkeppni karla í knattspyrnu, Mjólkurbikarnum, hefjast í kvöld þegar KR heimsækir FH í Hafnarfjörðinn. Úrslitaleikurinn fer fram á Laugardalsvelli hinn 14. september næstkomandi en á morgun mætast Víkingur Reykjavík og Breiðablik á Víkingsvelli í Fossvogi. Á meðan Víkingar hafa verið að berjast í neðri hluta úrvalsdeildarinnar í allt sumar hafa Blikar verið í harðri toppbaráttu. Bæði lið hafa einu sinni fagnað sigri í bikarkeppninni, Víkingar árið 1971 en Breiðablik vann titilinn 2009, en liðið hafnaði í öðru sæti bikarkeppninnar síðasta sumar.

„Það eru allir í Víkinni mjög spenntir fyrir leiknum gegn Breiðabliki. Við spiluðum síðast til undanúrslita í bikarkeppninni árið 2014 þegar við töpuðum í vítaspyrnukeppni fyrir Keflavík. Við höfum ekki komist langt í bikarnum á undanförnum árum þannig að þú getur rétt ímyndað þér hvernig stemningin í Fossvoginum er þessa dagana,“ sagði Halldór Smári Sigurðsson, næstleikjahæsti leikmaður í sögu Víkinga, í samtali við Morgunblaðið í gær.

Heyrt um gullaldarárin

„Eftir að Óttar Magnús Karlsson, Kári Árnason og Kwame Quee komu inn hefur leikur liðsins batnað mjög mikið og Óttar Magnús gefur liðinu þvílíkt mikið fram á við. Hann er kominn með þrjú mörk í tveimur leikjum og með hann þarna frammi á móti Breiðabliki sem dæmi líður okkur mjög vel og ég tel okkur eiga alveg jafn mikla möguleika og hin liðin sem eftir eru til þess að landa þeim stóra í september.“

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »