Rosaleg barátta um gullskóinn

Hilmar Árni Halldórsson er markahæstur í Pepsi Max-deildinni.
Hilmar Árni Halldórsson er markahæstur í Pepsi Max-deildinni. mbl.is/Hari

Stjörnumaðurinn Hilmar Árni Halldórsson er orðinn einn markahæstur í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu.

Hilmar Árni skoraði tvö af mörkum Stjörnunnar í 4:1-sigri gegn Fylki í næstsíðustu umferð Pepsi Max-deildarinnar í dag og hefur þar með skorað 13 mörk í deildinni í sumar. Hilmar endaði sem annar markahæsti leikmaður deildarinnar á síðustu leiktíð með 16 mörk en Daninn Patrick Pederson varð markakóngur með 17 mörk.

Það ræðst í lokaumferðinni á laugardaginn hver mun hreppa gullskóinn en Englendingurinn Gary Martin og Daninn Thomas Mikkelsen hafa skorað einu marki færra en Hilmar.

Í lokaumferðinni mætast Stjarnan og ÍBV en Blikarnir taka á móti Íslandsmeisturum KR.

Markahæstu leikmenn eru:

13 - Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni
12 - Thomas Mikkelsen, Breiðabliki
12 - Gary Martin, ÍBV
11 - Steven Lennon, FH
10 - Elfar Árni Aðalsteinsson, KA
10 - Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert