Nú þarf að treysta á aðra

Arnór Sigurðsson skoraði sitt fyrsta A-landsliðsmark
Arnór Sigurðsson skoraði sitt fyrsta A-landsliðsmark Haraldur Jónasson/Hari

Kolbeinn Sigþórsson jafnaði markamet Eiðs Smára Guðjohnsens á Laugardalsvellinum í gærkvöld og Arnór Sigurðsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir A-landslið Íslands.

Þessar tvær staðreyndir eru ánægjulegar en eftir standa þau vonbrigði að möguleikar Íslands á að komast beint í lokakeppni EM á næsta ári eru orðnir mjög litlir þrátt fyrir sigurinn gegn Andorra, 2:0.

Vissulega er ekki öll von úti enn um að ná öðru sætinu af Tyrkjum. Hún er þó í besta falli langsótt vegna jafnteflis Frakka og Tyrkja í París.

Við Íslendingar erum farnir að þekkja vel til Andorramanna eftir leiki gegn þeim undanfarna tvo áratugi og þar breytist lítið. Lið þeirra er vel skipulagt, baráttuglatt og ólseigt, og skapaði sér meira að segja þokkaleg marktækifæri í leiknum í gærkvöld. Íslensku leikmennirnir þurftu því að vera á tánum allan tímann. Oft er talað um Andorra sem leiðinlegasta landslið Evrópu en við ættum að tala varlega um slíkt. Þessi 75 þúsund manna þjóð úr dalverpi á stærð við Eyjafjarðarsveit teflir fram leikmönnum úr 3. og 4. deild Spánar og deildinni í heimalandinu, spilar eftir sínum styrkleikum og lætur alla hafa fyrir því að sigra sig. Líka Tyrki og Frakka eins og dæmin sanna.

Sjá greinina í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »