Hlutafélag um nýjan þjóðarleikvang í Laugardal

Hér sést ein af mörgum teikningum sem gerðar hafa verið …
Hér sést ein af mörgum teikningum sem gerðar hafa verið af mögulegum nýjum Laugardalsvelli í gegnum árin. Teikning/Bj. Snæ arkitektar

Í frumvarpi til fjáraukalaga, sem lagt hefur verið fram á Alþingi, er nýr liður sem fjallar um stofnun hlutafélags í tengslum við byggingu nýs þjóðarleiksvangs í Laugardal. Lagt er til í frumvarpinu að ríkið fái heimild til þess að leggja félaginu til fimm milljónir króna til í stofnfé.

„Hlutverk félagsins er vinna að undirbúningi og sviðsmyndagreiningu að mögulegum nýjum þjóðarleikvangi í Laugardal í stað Laugardalsvallar. Gert er ráð fyrir að frekari framlög til félagsins komi frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu með þjónustusamningi,“ segir í greinargerð frumvarpsins.

mbl.is