Tímabilum lokið 30. júní?

Guðni Bergsson og Klara Bjartmarz sátu fjarfund UEFA í höfuðstöðvum …
Guðni Bergsson og Klara Bjartmarz sátu fjarfund UEFA í höfuðstöðvum KSÍ í gær. Ljósmynd/KSÍ

Eftir neyðarfund Knattspyrnusambands Evrópu með aðildarþjóðum sínum í gær hefur sviðsmyndin fyrir fótboltann í álfunni á árinu 2020 skýrst aðeins betur. Eins og klárlega lá í loftinu síðustu daga var formlega ákveðið að fresta lokakeppni Evrópumóts karla um eitt ár og þar með er komið það svigrúm sem þurfti til að ljúka öðrum mótum og deildum í álfunni, svo framarlega sem áhrif kórónuveirunnar verði ekki alltof langvinn.

Óvissuþátturinn er áfram fyrst og fremst fólginn í því hversu langt er í að eðlilegt ástand skapist á ný, samkomubönnum verði aflétt og óhætt þyki að koma þjóðfélögunum aftur í fyrra horf og þar með taka upp á ný keppni í íþróttum og aðra skemmtun.

UEFA og forráðamenn evrópsku deildanna komust jafnframt að samkomulagi um að stefnt væri að því að ljúka deildakeppni allra landa á tímabilinu 2019-20 fyrir 30. júní. Til að það gangi eftir þarf fótboltinn að komast af stað fljótlega í maímánuði, enda er allt að tólf umferðum eftir í deildakeppni einstakra landa.

Óvíst er að sjálfsögðu hvort það geti gengið eftir. Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, sagði fljótlega eftir fundinn að tímabilinu á Spáni yrði lokið á eðlilegan og heiðarlegan hátt, jafnvel þótt spila þyrfti lengur en til 30. júní til að ná því. Kollegar hans í samböndum stærstu þjóðanna hafa talað á svipuðum nótum.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert