Líður svo vel þegar maður hreyfir sig (myndskeið)

Bergsveinn Ólafsson er fyrirliði Fjölnis.
Bergsveinn Ólafsson er fyrirliði Fjölnis. mbl.is/Hari

Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði karlaliðs Fjölnis í knattspyrnu, sendir yngri iðkendum mikilvæg skilaboð um hvernig þau geti haldið sér í formi þegar allar æfingar liggja niðri vegna kórónuveirunnar.

Í myndskeiði sem Fjölnismenn birta á Twitter-síðu sinni hvetur Bergsveinn krakkana til að gefa sér tíma, fara út og hlaupa, gera armbeygjur, planka og fleira í þeim dúr. 

„Manni líður svo vel þegar maður hreyfir sig, maður helst í formi, maður nær betri árangri, maður sefur betur, maður verður minna pirraður," segir Bergsveinn og bendir á að með því að fylgja þessu gangi þeim betur þegar þau geta byrjað að æfa fótbolta á nýjan leik.

Myndskeiðið með hvatningarorðum Bergsveins og æfingu sem hann sýnir krökkunum má sjá hér fyrir neðan:

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert