Iðkendur Aftureldingar standa saman (myndskeið)

Úr myndbandinu skemmtilega.
Úr myndbandinu skemmtilega. Ljósmynd/Skjáskot

Hallur Kristján Ásgeirsson, knattspyrnuþjálfari hjá Aftureldingu, óskaði eftir myndbandi frá yngri iðkendum félagsins til að sýna samstöðu á erfiðum tímum. 

Voru myndböndin svo soðin saman í eitt myndband, sem sjá má hér fyrir neðan. Að halda salernispappír á lofti er áskorun sem hefur verið áberandi hjá knattspyrnustjörnum á samfélagsmiðlum og iðkendur Aftureldingar létu ekki sitt eftir liggja. 

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman