12. sæti karla: Fjölnir

Guðmundur Karl Guðmundsson er reyndasti leikmaður Fjölnismanna.
Guðmundur Karl Guðmundsson er reyndasti leikmaður Fjölnismanna. mbl.is/Árni Sæberg

Fjölni er spáð tólfta og neðsta sætinu í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu árið 2020 í spá Árvakurs sem birt var í Morgunblaðinu í gær.

Fjölnir hafnaði 2. sæti 1. deildar á síðasta tímabili og leikur aftur í úrvalsdeild eftir árs hlé. Besti árangur Fjölnis er 4. sætið árið 2016. Þjálfari liðsins er Ásmundur Arnarsson sem tók við liðinu fyrir síðasta tímabil.

Í Morgunblaðinu í dag, 10. júní, er fjallað um lið Fjölnis og möguleika þess á komandi keppnistímabili.

Fjölnir heimsækir Víking í fyrstu umferð Íslandsmótsins á mánudaginn kemur, 15. júní. Fyrsti heimaleikurinn er gegn Stjörnunni sunnudaginn 21. júní og í þriðju umferð á Fjölnir útileik gegn Breiðabliki mánudaginn 29. júní

Lið Fjölnis 2020 - númer, nafn, fæðingarár, leikir/mörk í efstu deild:

MARKVERÐIR:
  1 Steinar Örn Gunnarsson - 1991 - 10/0
22 Atli Gunnar Guðmundsson - 1993 - 0/0
25 Sigurjón Daði Harðarson - 2001 - 0/0

VARNARMENN:
  2 Eysteinn Þorri Björgvinsson - 2000 - 0/0
  5 Torfi Tímoteus Gunnarsson - 1999 - 45/2
  8 Arnór Breki Ásþórsson - 1998 - 10/1
17 Valdimar Ingi Jónsson - 1998 - 0/0
19 Daníel Smári Sigurðsson - 2003 - 0/0
27 Dagur Ingi Axelsson - 2002 - 0/0
28 Hans Viktor Guðmundsson - 1996 - 63/5
42 Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson - 2002 - 0/0

MIÐJUMENN:
  4 Sigurpáll Melberg Pálsson - 1996 - 2/0
16 Orri Þórhallsson - 2001 - 0/0
21 Grétar Snær Gunnarsson - 1997 - 1/0
29 Guðmundur Karl Guðmundsson - 1991 - 110/10
31 Jóhann Árni Gunnarsson - 2001 - 2/0

SÓKNARMENN:
  7 Ingibergur Kort Sigurðsson - 1998 - 10/0
  9 Jón Gísli Ström - 1993 - 3/0
10 Viktor Andri Hafþórsson - 2001 - 4/0
11 Hallvarður Óskar Sigurðarson - 1999 - 8/0
14 Lúkas Logi Heimisson - 2003 - 0/0
32 Kristófer Óskar Óskarsson - 2000 - 0/0

Komnir:
22.2. Grétar Snær Gunnarsson frá Víkingi Ó.
16.10. Eysteinn Þorri Björgvinsson frá Fjarðabyggð (úr láni)
16.10. Torfi Tímoteus Gunnarsson frá KA (úr láni)

Farnir:
  3.6. Ísak Óli Helgason í ÍR
22.2. Helgi Snær Agnarsson í Magna (lán)
22.2. Albert Brynjar Ingason í Kórdrengi
22.2. Ísak Atli Kristjánsson í Aftureldingu
16.10. Einar Örn Harðarson í FH (úr láni)
16.10. Rasmus Christiansen í Val (úr láni)
Bergsveinn Ólafsson, hættur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert