Ekki leikfært í dag vegna veðurs

Grindvíkingar áttu að taka á móti Leikni R. í dag …
Grindvíkingar áttu að taka á móti Leikni R. í dag en leikurinn fer fram á morgun. Ljósmynd/Alfons Finsson

Ekki er talið leikfært í Grindavík í dag en þar áttu heimamenn að taka á móti Leikni úr Reykjavík í 1. deild karla í fótbolta, Lengjudeildinni, síðdegis í dag.

Fyrir vikið hefur leiknum nú verið frestað um sólarhring og verður hann leikinn á morgun klukkan 16.30. Þetta kemur fram á twittersíðu Leiknismanna.

mbl.is