Fjórir leikmenn Fylkis og þrír úr KR í bann

Ragnar Bragi Sveinsson var miður sín eftir að hafa verið …
Ragnar Bragi Sveinsson var miður sín eftir að hafa verið rekinn af velli á Meistaravöllum. mbl.is/Íris

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fundaði í dag og úrskurðaði fjölmarga leikmenn í bönn ýmist vegna uppsafnaðra áminninga eða brottvísanna. 

Fjórir Fylkismenn voru úrskurðaðir í bann. Þeir Nikulás Val Gunnarsson, Orri Sveinn Stefánsson og Sam Hewson voru allir úrskurðaðir í eins leiks bann vegna uppsafnaðra áminninga og þá var Ragnar Bragi Sveinsson úrskurðaður í tveggja leikja bann fyrir að fá sitt annað rauða spjald á tímabilinu gegn KR á sunnudag. 

Arnþór Ingi Kristinsson og Pablo Punyed hjá KR fara einnig í eins leiks bann fyrir áminningar og Beitir Ólafsson fer í bann fyrir rauða spjaldið umtala sem hann fékk gegn Fylki en hann sló til Ólafs Inga Skúlasonar með þeim afleiðingum að Fylkir fékk víti í uppbótartíma og tryggði sér 2:1-sigur í Frostaskjóli. 

Valgeir Lunddal Friðriksson úr Val og Davíð Ingvarsson Breiðabliki fengu báðir rautt spjald er liðin mættust á sunnudag og eru þeir því báðir komnir í eins leiks bann. 

Þá eru Stefán Teitur Þórðarson og Tryggi Hrafn Haradsson, tveir bestu leikmenn ÍA, komnir í bann fyrir uppsafnaðar áminningar. 

Þeir sem taka út refsingar fyrir gul spjöld eru ekki í banni í leikjum fimmtudagsins en þá mætast Breiðablik - KA, Víkingur - KR og Stjarnan - FH. Þeir sem fara í bann vegna rauðra spjalda taka það hinsvegar út strax í næsta leik.

Skýrslu frá Aga- og úrskurðarnefndinnin má nálgast hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert