Takmarkaður fjöldi leyfður gegn Rúmeníu

Stuðningsmenn Íslands geta í einhverjum mæli sótt leikina á Laugardalsvelli …
Stuðningsmenn Íslands geta í einhverjum mæli sótt leikina á Laugardalsvelli í október. Eggert Jóhannesson

Takmarkaður fjöldi áhorfenda verður heimilaður á landsleikjum í keppnum Knattspyrnusambands Evrópu í október. Stúkurnar á Laugardalsvelli verða því ekki mannlausar í umspilsleiknum gegn Rúmeníu. 

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá UEFA en þar kemur fram að hámarksfjöldi gæti verið 30% af því sem viðkomandi leikvangur tekur. 

Sóttvarnarreglur í hverju landi eru þó einnig í gildi og því mun niðurstaðan verða einhvers konar blanda af þessu tvennu. 

Bæði A-landsliðin eiga leiki í október í undankeppnum EM og í Þjóðadeildinni. 

Á vef KSÍ kemur fram að upplýsingar varðandi miðasölu, aðgengismál og fleira verði gefnar út eins fljótt og mögulegt er. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert