Hópurinn klár fyrir stórleikinn í Svíþjóð - ein breyting

Íslensku landsliðskonurnar fagna jöfnunarmarkinu gegn Svíum í síðasta mánuði, 1:1.
Íslensku landsliðskonurnar fagna jöfnunarmarkinu gegn Svíum í síðasta mánuði, 1:1. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jón Þór Hauksson þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu tilkynnti í dag 23 manna hóp fyrir leik Svíþjóðar og Íslands í undankeppni EM sem fram fer í Svíþjóð 27. október.

Ein breyting er á hópnum frá leikjunum tveimur í september þegar Ísland vann Lettland 9:0 og gerði 1:1 jafntefli við Svía á Laugardalsvellinum. Andrea Rán Hauksdóttir kemur inn í hópinn í stað Rakelar Hönnudóttur, samherja síns úr Breiðabliki.

Liðið er þannig skipað:

Markverðir:
Sandra Sigurðardóttir, Val
Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Fylki
Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðablik

Varnarmenn:
Hallbera Guðný Gísladóttir, Val
Ingibjörg Sigurðardóttir, Vålerenga
Anna Björk Kristjánsdóttir, Le Havre
Elísa Viðarsdóttir, Val
Glódís Perla Viggósdóttir, Rosengård
Guðný Árnadóttir, Val
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Val
Barbára Sól Gísladóttir, Selfossi

Miðjumenn:
Alexandra Jóhannsdóttir, Breiðabliki
Dagný Brynjarsdóttir, Selfossi
Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Breiðabliki
Sara Björk Gunnarsdóttir, Lyon
Svava Rós Guðmundsdóttir, Kristianstad
Andrea Rán Hauksdóttir, Breiðabliki

Sóknarmenn:
Sveindís Jane Jónsdóttir, Breiðabliki
Sandra María Jessen, Leverkusen
Elín Metta Jensen, Val
Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Le Havre
Hlín Eiríksdóttir, Val

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert