Landsliðskona framlengir í Kópavogi

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir hefur framlengt samning sinn við Breiðablik.
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir hefur framlengt samning sinn við Breiðablik. mbl.is/Arnþór Birkisson

Knattspyrnukonan Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir hefur framlengt samning sinn við Íslandsmeistara Breiðabliks um þrjú ár.

Áslaug, sem er uppalin á Egilsstöðum, hefur leikið með Breiðabliki frá árinu 2018. Hún hefur leikið 40 leiki í efstu deild með Kópavogsliðinu og skorað í þeim sex mörk.

Bakvörðurinn hefur í tvígang orðið Íslandsmeistari með Breiðabliki og einu sinni bikarmeistari. Hún lék sína fyrstu landsleiki sumarið 2019 og hefur verið orðuð við félög erlendis, m.a. franska stórliðið Paris SG.

mbl.is