Leik Breiðabliks og KA seinkað vegna bilunar í flugvél

Viktor Karl Einarsson og Rodrigo Gómez í leik liðanna í …
Viktor Karl Einarsson og Rodrigo Gómez í leik liðanna í Lengjubikarnum í vor. Ljósmynd/Árni Torfason

Leik Breiðabliks og KA í úrvalsdeild karla í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, hefur verið seinkað um tæpar tvær klukkustundir vegna bilunar sem kom upp í flugvélinni sem mun ferja KA-menn frá Akureyri til Reykjavíkur.

Leikurinn átti upphaflega að fara fram klukkan 16.15 í dag en mun nú fara fram klukkan 18.

Um áður frestaðan leik er að ræða vegna þátttöku Breiðabliks í Sambandsdeild Evrópu.

Leikurinn er gífurlega mikilvægur fyrir bæði lið í toppbaráttunni, en Breiðablik er í þriðja sæti með 32 stig eftir 16 leiki og KA í fjórða sæti með 30 stig eftir jafnmarga leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert