Lögreglan kölluð til við höfuðstöðvar KSÍ

Knattspyrnusambandið hefur legið undir harðri gagnrýni undanfarna daga.
Knattspyrnusambandið hefur legið undir harðri gagnrýni undanfarna daga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan hefur verið kölluð til við höfuðstöðva KSÍ, Knattspyrnusambands Íslands, í Laugardalnum samkvæmt heimildum mbl.is.

Fyrr í dag mætti þangað einstaklingur og hafði uppi hótanir við starfsfólk sambandsins. Hann yfirgaf höfuðstöðvarnar sjálfviljugur.

Knattspyrnusambandið hefur legið undir harðri gagnrýni undanfarna daga eftir að þolandi steig fram og lýsti því að landsliðsmaður hefði beitt hann ofbeldi á skemmtistað árið 2017.

Í kjölfarið lét Guðni Bergsson af störfum sem formaður sambandsins á sunnudaginn var og í gær ákvað stjórn KSÍ einnig að stíga til hliðar.

KSÍ hefur verið sakað um þöggun og meðvirkni með öðrum meintum gerendum innan sambandsins og háværar kröfur um gagngerar breytingar hjá sambandinu hafa komið fram undanfarna daga.

mbl.is