Mikill liðstyrkur í Kópavoginn

Ísak Snær Þorvaldsson verður kynntur til leiks hjá Breiðabliki síðar …
Ísak Snær Þorvaldsson verður kynntur til leiks hjá Breiðabliki síðar í dag. Ljósmynd/Óttar Geirsson

Ísak Snær Þorvaldsson hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Þetta staðfesti Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks, í samtali við mbl.is í dag en fótbolti.net greindi fyrst frá þessu.

Ísak Snær, sem tvítugur, kemur til félagsins frá Norwich á Englandi en hann lék með ÍA í efstu deild hér á landi seinni hluta sumarsins 2020 og svo síðasta sumar.

Hann skoraði þrjú mörk í 20 leikjum með ÍA á síðustu leiktíð en alls á hann að baki 27 leiki í efstu deild.

Þá á hann að baki 23 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands þar sem hann hefur skorað eitt mark en hann er uppalinn hjá Aftureldingu í Mosfellsbæ.

mbl.is