KA gekk frá Reyni í seinni hálfleik

Andri Fannar Stefánsson sækir að Reynismönnum í dag.
Andri Fannar Stefánsson sækir að Reynismönnum í dag. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

KA úr úrvalsdeildinni er komið áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í fótbolta eftir 4:1-heimasigur á Reyni frá Sandgerði úr 2. deild á heimavelli í dag.

Jakob Snær Árnason kom KA yfir á 15. mínútu en Elton Barros jafnaði óvænt fyrir Reyni á 24. mínútu og var staðan í hálfleik 1:1.

KA-menn voru hinsvegar sterkari í seinni hálfleik og Steinþór Freyr Þorsteinsson, Þorri Mar Þórisson og Hallgrímur Mar Steingrímsson skoruðu allir og tryggðu norðanmönnum þrjú stig.

Leikið var á glænýju gervigrasi á KA-vellinum, en KA mun leika á vellinum það sem eftir lifir tímabils eftir að hafa leikið fyrstu heimaleiki sína í sumar á Dalvík.

mbl.is