Þriðji Spánverjinn í Mosfellsbæinn

Javi Ontiveros glaðbeittur í treyju Aftureldingar.
Javi Ontiveros glaðbeittur í treyju Aftureldingar. Ljósmynd/Afturelding

Karlalið Aftureldingar í knattspyrnu hefur fengið spænska framherjann Javi Ontiveros til liðs við sig og mun hann leika með liðinu í 1. deild, Lengjudeildinni, út tímabilið.

Félagið tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum sínum í kvöld.

Ontiveros, sem er 26 ára gamall, kemur til Aftureldingar frá Navalcarnero á Spáni.

Á ferli sínum hefur hann einnig leikið með varaliðum Levante og Granada í spænsku C-deildinni.

Ontiveros verður þriðji Spánverjinn í herbúðum Aftureldingar en fyrir voru þeir Pedro Vázquez og Esteve Pena.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert