9. umferð: Markamet, fimmta besta byrjun, Damir, Pablo og Sigurður

Nikolaj Hansen er orðinn markahæstur í sögu Víkings í efstu …
Nikolaj Hansen er orðinn markahæstur í sögu Víkings í efstu deild. mbl.is/Óttar Geirsson

Markamet félags í efstu deild karla féll í gærkvöld. Víkingar eiga fimmtu bestu byrjun í efstu deild karla frá upphafi og þrir reyndir leikmenn náðu stórum áföngum í leikjum síðustu daga í Bestu deildinni í fótbolta.

Nikolaj Hansen sló í gærkvöld markamet Heimis Karlssonar fyrir Víking í efstu deild þegar hann skoraði fyrra markið í ósigri Víkinga gegn Val, 2:3, í Fossvoginum. Þetta var 38. mark Danans fyrir félagið en Heimir skoraði 37 mörk fyrir Víking í deildinni á árunum 1978 til 1984.

Sigurganga Víkings var rofin með ósigrinum gegn Val í gærkvöld. Þeir eiga þar með staðfesta fimmtu bestu byrjun á tímabilinu í efstu deild karla, níu sigurleiki í röð. Valsmenn eiga metið, unnu fyrstu 16 leikina árið 1978. FH-ingar unnu fyrstu 15 leiki sína árið 2005, Skagamenn unnu fyrstu 12 leiki sína árið 1995 og KR-ingar unnu alla 10 leiki sína árið 1959.

Damir Muminovic lék sinn 300. deildaleik á ferlinum gegn Val.
Damir Muminovic lék sinn 300. deildaleik á ferlinum gegn Val. mbl.is/Arnþór Birkisson

Damir Muminovic, miðvörður Breiðabliks, lék sinn 300. deildaleik á ferlinum þegar Blikar unnu Val 1:0 á Kópavogsvelli síðasta fimmtudagskvöld. Af þessum leikjum eru 193 fyrir Breiðablik (eftir leik Breiðabliks og Keflavíkur í gærkvöld) þar sem hann er næstleikjahæstur í efstu deild frá upphafi, 22 fyrir Víking í Ólafsvík, 17 fyrir Leikni í Reykjavík, 35 fyrir HK, 25 fyrir Ými og 9 fyrir Hvöt en Damir hefur spilað í fjórum efstu deildum Íslandsmótsins. Langflestir leikir hans eru í efstu deild eða alls 231 talsins.

Sigurður Egill Lárusson hefur leikið 200 leiki fyrir Val í …
Sigurður Egill Lárusson hefur leikið 200 leiki fyrir Val í efstu deild. Ljósmynd/Kristín Þórhallsdóttir

Sigurður Egill Lárusson varð í gærkvöld fimmti leikmaðurinn í sögu Vals til að spila 200 leiki fyrir félagið í efstu deild. Hann á samtals 218 leiki að baki í deildinni, fyrstu 18 með Víkingi, mótherjunum í gærkvöld. Á undan Sigurði í 200 leiki fyrir Val voru Bjarni Ólafur Eiríksson (244), Haukur Páll Sigurðsson (240), Sigurbjörn Hreiðarsson (240) og Sævar Jónsson (201).

Pablo Punyed í sínum 200. leik í deildinni gegn Val …
Pablo Punyed í sínum 200. leik í deildinni gegn Val í gærkvöld. mbl.is/Hákon Pálsson

Pablo Punyed, miðjumaður Víkings, lék í gærkvöld sinn 200. leik í efstu deild, gegn Val. Pablo á að baki 11 leiki í deildinni fyrir Fylki, 39 fyrir Stjörnuna, 42 fyrir ÍBV, 58 fyrir KR og nú 50 fyrir Víking. Pablo er fimmti erlendi leikmaðurinn sem spilar 200 leiki í deildinnni, á eftir Steven Lennon, Ian Jeffs, Paul McShane og Kennie Chopart.

Tryggvi Hrafn Haraldsson er orðinn næstmarkahæstur í deildinni með sex mörk fyrir Valsmenn. Hann hefur aðeins skorað í þremur leikjum, tvö í hverjum þeirra, en hin fjögur mörkin skoraði hann eftir að hafa komið inn á sem varamaður hjá Val. Seinna mark Tryggva í gærkvöld var hans 40. mark í deildinni.

Arnþór Ari Atlason er þriðji HK-ingurinn sem skorar 10 mörk …
Arnþór Ari Atlason er þriðji HK-ingurinn sem skorar 10 mörk í deildinni. mbl.is/Óttar Geirsson

Arnþór Ari Atlason varð þriðji HK-ingurinn frá upphafi til að skora 10 mörk í efstu deild fyrir félagið þegar hann skoraði eitt markanna í ósigrinum gegn FH í Kaplakrika, 4:3, í fyrrakvöld. Birnir Snær Ingason (12) og Atli Arnarson (10) eru hinir tveir.

Karl Ágúst Karlsson, sem er nýorðinn 16 ára, kom inn á hjá HK gegn FH og lék sinn fyrsta leik í efstu deild.

Úrslit­in í 9. um­ferð og tveimur leikjum sem var flýtt:
KA - Víkingur R. 0:4
Breiðablik - Valur 1:0
Fylkir - ÍBV 2:1
FH - HK 4:3
KR - Stjarnan 1:0
KA - Fram 4:2
Víkingur R. - Valur 2:3
Keflavík - Breiðablik 0:0

Marka­hæst­ir í deild­inni:

7 Stefán Ingi Sig­urðar­son, Breiðabliki
6 Tryggvi Hrafn Har­alds­son, Val
5 Adam Ægir Páls­son, Val

5 Gísli Eyj­ólfs­son, Breiðabliki
5 Guðmund­ur Magnús­son, Fram
5 Ni­kolaj Han­sen, Vík­ingi
5 Örvar Eggerts­son, HK
4 Andri Rún­ar Bjarna­son, Val
4 Aron Jó­hanns­son, Val
4 Birn­ir Snær Inga­son, Vík­ingi
4 Kjart­an Henry Finn­boga­son, FH
4 Ísak Andri Sig­ur­geirs­son, Stjörn­unni
4 Úlfur Ágúst Björnsson, FH
3 Arnþór Ari Atlason, HK
3 Ásgeir Sig­ur­geirs­son, KA
3 Bene­dikt Daríus Garðars­son, Fylki
3 Fred Saraiva, Fram
3 Guðmund­ur Bald­vin Nökkva­son, Stjörn­unni
3 Gyrðir Hrafn Guðbrandsson, FH
3 Hösk­uld­ur Gunn­laugs­son, Breiðabliki
3 Ólaf­ur Karl Fin­sen, Fylki
3 Óskar Borgþórsson, Fylki

Næstu leik­ir:
1.6. ÍBV - HK
1.6. Fylkir - KR
2.6. Stjarnan - KA
2.6. Fram - Keflavík
2.6. Breiðablik - Víkingur R.
2.6. Valur - FH

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert