Íslenskt mannhaf við Rauðu mylluna

Fjölmenni safnaðist saman við öldurhúsið O'Sullivans við Rauðu mylluna í París í dag og þar skapaðist mikil stemning. Aðeins eru örfáir tímar í stórleik Íslands við Frakkland á Stade de France.

Fyrir þá sem eru ekki með á nótunum hefst leikurinn klukkan níu að staðartíma í Frakklandi en klukkan sjö heima á Fróni.

Meðfylgjandi myndir tala sínu máli, en það fer ekkert á milli mála að Íslendingar á öllum aldri voru komnir saman til að skemmta sér og njóta þess frábæra árangurs sem íslenska karlalandsliðið hefur náð á EM.

Fimm lið eru eftir í keppninni þessa stundina; Wales, Portúgal, Þýskaland, Frakkland og Ísland. Það er augljóst að íslensku stuðningsmennirnir hafa fulla trú á liðinu en munu fagna því, sama hvernig leikurinn í kvöld fer.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin