Þetta er eins og Hollywood-mynd

Fonte (lengst til hægri) fagnar ásamt liðsfélögum sínum.
Fonte (lengst til hægri) fagnar ásamt liðsfélögum sínum. AFP

Portúgalski varnarmaðurinn José Fonte var í skýjunum eftir að Portúgal varð Evrópumeistari í knattspyrnu í gær. Fyrirliði Southampton lék sinn fyrsta landsleik fyrir einu og hálfu ári, 30 ára gamall.

„Ég lék í ensku C-deildinni fyrir nokkrum árum. Þetta gæti verið Hollywood-mynd,“ sagði Fonte eftir leikinn í gær en hann gekk til liðs við Southampton árið 2010 en liðið var þá í C-deildinni.

„Frakkland er með frábært lið. Við misstum fyrirliðann okkar af velli en hann er besti knattspyrnumaður í heimi. Við trúðum hins vegar á okkur til enda. Framtíð Portúgals er björt,“ bætti sigurreifur Fonte við en Portúgalar létu það ekki á sig fá þótt fyrirliði þeirra, Cristiano Ronaldo, væri borinn meiddur af leikvelli á 25. mínútu úrslitaleiksins.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin