Karabatic orðinn sá leikjahæsti í sögunni

Nikola Karabatic stekkur upp að vörn Króata í gær.
Nikola Karabatic stekkur upp að vörn Króata í gær. AFP

Franski handknattleiksmaðurinn Nikola Karabatic varð í gær leikjahæsti leikmaður lokakeppni Evrópumótanna í handknattleik karla frá upphafi. Karabatic lék sinn 58. leik í lokakeppni EM þegar Frakkar unnu Króata í lokaumferð milliriðils eitt í Zagreb Arena, 30:27, í gærkvöld.

Fyrra met átti núverandi landsliðsþjálfari Frakka, Didier Dinart. Hann lék fyrst í lokakeppni EM 1998 og var síðast með sem leikmaður á EM í Serbíu 2012.

Karabatic lék fyrst á EM 2004 í Slóveníu. Hann er jafnframt næstmarkahæsti leikmaður lokakeppni EM frá upphafi með 244 mörk.

Þriðji leikjahæsti leikmaður lokakeppni EM er Guðjón Valur Sigurðsson. Hann á að baki 54 leiki. Guðjón Valur er markahæstur í sögu lokakeppni EM með 270 mörk. Svíinn Stefan Lövgren er þriðji á lista yfir markahæstu menn með 203 mörk. Guðjón Valur, Karabatic og Lövgren eru þeir einu sem rofið hafa 200 marka múrinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert