Léku síðast í undanúrslitum við Ísland

Svíar fagna sætinu í undanúrslitum.
Svíar fagna sætinu í undanúrslitum. AFP

Kristján Andrésson verður í kvöld fyrsti landsliðsþjálfari Svía í 16 ár til þess að stýra karlaliði Svía í undanúrslitaleik á Evrópumóti í handknattleik. Svíar mæta Dönum í síðari undanúrslitaleik mótsins, en flautað verður til leiks í Zagreb Arena klukkan 19.30.

Það var goðsögnin Bengt Johansson sem stýrði sænska landsliðinu síðasta í undanúrslitaleik á EM í Globen-höllinni á EM 2002 og þá í leik gegn Íslendingum. Svíar unnu leikinn örugglega, 33:22, og unnu Þjóðverja í úrslitaleik daginn eftir.

Spánverjar leika við Frakka í hinni undanúrslitaviðureign dagsins á EM. Markvörðurinn þrautreyndi Arpad Sterpik var í gær kallaður inn í spænska liðið vegna meiðsla Gonzalo Pérez de Vargas.

Lino Cervar stýrir landsliði Króata í síðasta sinn í leiknum við Tékka um 5. sæti mótsins. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert